Einfaldlega með því að setja umhverfið upp á vélinni sinni og setja sér eitthvað markmið, t.d búa til einfalda símaskrá, þar sem fólk getur skráð upplýsingar um sig og símanúmer í grunn.
Svo er hægt að hafa auka fídusa eins og leitarvél og svo ef þú vilt fara út í örlítið meira “advanced” hluti, þá gera fólki kleift að skrá endalaust mörg símanúmer á sig.
Þá myndirðu hafa sér töflu undir símanúmerin og tengja þau svo við notendur í notandatöflunni.
Ég held að þú munir læra meira með þessu móti heldur en að hella sér beint í einhverjar bækur.
Svo hefurðu auðvitað www.php.net til hliðsjónar.
Gangi þér vel.