Ég skal hjálpa þér og segja þér hvernig þetta virkar.
Við skulum bara segja sem svo að þú sért með ftp aðgang að vefsvæðinu þínu, þá þurfum við að byrja með að stilla site'ið
1. gerum við með því að klikka á site -> new site,
þá birtist fyrst af öllu “local info” það er þar sem þú ætlar að hafa skrárnar local hjá þér sem sagt líklega á harðadisknum, og nefna hvað síðan á að heita.
2.Síðan skulum við fara í Remote info og velja þar ftp , og líklega segir þetta sig sjálft þar nema kannski “host directory”
þetta er virkilega sniðugt ef að maður er kannski með aðra síðu innan aðalvefsins td: www.nafnid.is/undirvefur, þá mundir þú ef þú vildir vinna í folderinu “undirvefur” skrifa það þarna.
“Check in check out” Nota ég alltaf vegna þess að þetta er snilld, þetta virkar svona: segjum sem svo að kalli,palli og tralli eru að vinna í vefnum með þér og þeir nota allir DW þá notast þetta þannig að þeir geta séð hvað skrá þú ert að vinna í og þar af leiðandi taka þeir ekki þá tilteknu skrá til sín, og vice versa.
þannig að við skulum nota það Og þá skrifar þú nafnið þitt og email í boxin fyrir neðan eins og gefur að skilja.
Þetta er alveg nóg stillingar til að byrja með þannig að núna skulum við byrja að nota site management.
1.Segjum núna að þú ert með vefinn local hjá þér þá getum við gert einn skemmtilegan hlut sem heitir “Synchronize” (samstilla) og eins og nafnið segir þá gáir hún af skrám sem eru nýrri og nær í þær af netinu eða setur þær á netið sem eru local hjá þér ja eða bara bæði, það fer allt eftir hvað þú velur.
En mundu samt eitt ef þú ætlar að samstilla allan vefinn þá verður þú að velja “Entire' blabla'Site í glugganum sem kemur upp þegar þú velur synchronize.
Ok núna erum við kominn með sömu skrár bæði á harða disknum okkar og á netinu, þá getum við byrjað að vinna með þessu öllu saman.
ok við viljum byrja að vinna í td index.html þá getum við hægrismellt á skránna og valið check out eða valið iconið sem er græn ör sem bendir niður með svörtu svona check merki, og það sem gerist þarna er að þú nærð í nýjustu útgáfuna af skránni af netinu og merkir við að sért að vinna í henni og aðrir sem eru að vinna með þér í þessu og nota DW sjá þá lítið appelsínugult check merki en þú sérð grænt merki á þeim skrám sem þú ert að vinna í.
síðan þegar þú ert búin að gera breytingarnar vistarðu skránna og checkar hana inn og þá er hún komin á netið
Já ég er að gleyma einum hlut hérna og það er þegar þú checkar út eða inn skrár þá spyr DW þig hvort að þú viljir láta fylgja með skyldar skrár (include dependent files) þetta eru skrár sem tengjast skránni svo sem myndir,style sheet ofl. þannig að ef þú ert bara að gera breytingar á sjálfri skránni svo sem textabreytuingar velur þú ”no“ og ert þú bara að ná í eða setja þessa ákveðna skrá yfir, en þá verða náttúrulega myndirnar og þær skrár að vera til hinum megin ef þetta á að virka(sem sagt vefurinn).
Þetta vonandi hjálpar þér eitthvað og síðan ef þig vantar meiri hjálp með eitthvað annað í DW þá ´tla ég að setja inn nokkra DW hjálp movie fæla inná heimasíðuna mína <a href=”
http://www.bodvarsson.com“ target=”new">www.bodvarsson.com</a> á mánudaginn eða þriðjudaginn.
Cazper
<BR