Eitt sem ég var að velta því fyrir mér hérna. Núna bara Massi upp spurningu, og eina svarið sem hann fær (fyrir utan þetta hjá mér) er það að það sem hann sé að leita að sé bara rugl.
Þetta er bara alls ekkert svar. Ég skil ekki þegar fólk er að segja þetta. Massi hefði aldrei borið upp þessa spurningu ef hann vantaði ekki svar við henni. Það hlýtur að vera augljóst.
Þetta er of einkennandi fyrir mikið af umræðunum hérna á Huga finnst mér. Einhver spyr, næsti svarar með hálfgerðu skítkasti (þó svo að þetta hafi ekki verið skítkast í þetta skiptið).
Mér finnst að það þurfi að koma umræðunum hérna upp á örlítið hærra plan. Ef einhver spyr, þá væntir hann þess að einhver svari honum, ekki að fá skítabombu frá einhverjum sem “vita betur”.
kveðja, ELM