Ég er að velta fyrir mér hvort að það sé hægt að flytja .txt skjal inní “TextArea” eða “TextBox” án þess að setja textann inní síðuna. Þannig að maður getur gert breytingar án þess að hreyfa við síðunni, en í staðin breytir maður bara .txt fælinum sem “á” að loadast sjálfkrafa inná síðuna.
Já þetta er hægt, en það verður að vera gert á vefþjóninum (server side) með einhverju server side scripting máli eins og PHP eða ASP. Textaskráin er þá alltaf á servernum og notandin sér hana í raun aldrei og vinnur aldrei með hana beint. Þetta snýst síðan einfaldlega um það að í hvert skipti sem síðan er sótt er hún byggð upp dínamískt af PHP/ASP scriptinu með því að opna og lesa textaskránna og setja innihald hennar inn á viðeigandi stað í HTML kóða síðunnar áður en hún er send út á vefinn. Hvernig þetta er gert nákvæmlega (hvernig kóðinn er) fer mikið eftir því hvernig þú vilt að virknin sé í smátariðum og hvaða scripting mál þú velur til að framkvæma þetta. Ég ráðlegg þér að kynna þér til að byrja með hvernig farið er að því að opna og lesa skrár í því scripting máli sem þú hefur valið að nota.
Ég á í bölvuðum vandræðum með að senda inn kóða hérna á huga, hann birtist aldrei! Náðu í þetta textaskjal sem ég skrifaði og þar eru leiðbeiningar um flestallt sem þú þarft til að gera þetta…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..