Góðan daginn

Ég er að vinna við að setja upp viðamikið skýrslukerfi.

Kerfið er sett upp á Windows 2000 Server og keyrir á PHP, XML og MySQL.

OK. Kerfið virkar svona.

Allt notendaumhverfið er byggt upp í php og skýrslurnar eru svo vistaðar í xml formati (vegna þess hversu mismunandi layout og content þær geta haft). Allt í lagi með það!

Ég er nokkurn veginn búinn að setja allt saman en það er þessi eini böggur sem hefur verið að gera útaf við mig.

Þegar skýrsla er skoðuð þá nota ég xslt til að parsa henni út í html formati, en það sem gerist er að allir sér íslenskir stafir og væntanlega evrumerkið (hef ekki testað það) birtast sem Å© eða eitthvað álíka asnalegt!!!

Ég nota innbyggða php_xslt.dll með Sablotron og hef verið að leita á netinu og prufað allt mögulegt tengt xslt skránni sjálfri!

Það er þó eitt sem ég hef ekki prufað og því miður fæ ekki skilið hvernig ég get notað en það er að nota SAXON The XSLT Processor.

Skilið þið mig nokkuð?

Hjálp!