Sælir vefsmiðir!

Ég er svona að byrja að gera heimasíður af einhverju viti. Nota bara Frontpage. En það er örítið vandamál með eina síðuna sem ég gerði. Hún er tilbúin, en svo þegar ég publish-aði hana að þá “hvarf” bakgrunnurinn sem og allir stafir! Það eina sem kom var bannerinn sem var efst og litirinir í honum allir í rugli, hit counter kom, og bara ein myndin sem var linkur. Og jú mailto líka. Hvað getur verið að? Hvað get ég gert til að laga þetta? Endilega hjálpið mér ef þið mögulega getið.

Kveðjur,
Gúllas