Þú þarft að lesa þér til um cookies.
Þetta er það sem síðan þarf að gera
1. Búa til cookie [nafn1]
Ef pop up glugginn á að birtast einu sinni í hvert skipti sem notandinn heimsækir vefinn þinn þá ættir þú að kíkja á session cookies.
2. Lesa cookie [nafn1]
Með því að lesa kexið sem síðan var að búa til þá sér hún hvort notandinn er með lokað fyrir cookies (ef hún getur ekki lesið kexið þá er hann með lokað)
Ef notandinn er með lokað fyrir cookies þá er best að sleppa popup glugganum því annars er hann alltaf að koma upp.
3. Ef skref 2 tókst þá prófar síðan að lesa cookie [nafn2].
Ef það tekst EKKI þá birtir síðan pop up gluggann og býr síðan til cookie [nafn2].
Til þess að gera þetta þá þarft þú smá kunnáttu í JavaScript
Ef hana vantar þá mæli ég með því að þú leitir að einhverjum svona kóða á einhverri JavaScript síðunni.
Kveðja,
Ingólfur Harri
http://www.vefheimur.com