Undanfarið hef ég verið töluvert að skrifa HTML kóða og lesið mér töluvert til um það.
En það er sama hvað ég geri, síðurnar mínar líta alltaf vel út í IE en hörmurlega í Netscape bæði 4 og 6. Þetta á við þó að síðurnar séu frekar einfaldar, hlutum raðað upp með töflum og ekki mikið (ef eitthvað) af CSS, aðalega bara einföld tög.
Hvernig er það annars styður Netscape 4 eitthvað af CSS (style sheets)?
Hefur einhver einhverja lausn á þessu?
Takk :)