Í flestum tilvikum ætti LIKE ‘%blah%’ að virka, en það myndi ekki skila niðurstöðunni Jóhanna ef þú leitar að Jóhannes.
Það er engin töfralausn í þessu held ég … en þetta er mjög auðveld lausn sem ætti að gera eitthvað fyrir þig:
$searchstring = “Jóhannes”;
Query-ið:
SELECT * FROM Foo WHERE Bar LIKE ‘%“ . $searchstring . ”%’ OR Bar LIKE ‘%“ . substr($searchstring,0,4). ”%’
Þetta myndi einnig skila “Jóhanna”, en þarna er öllum færslum skilað sem passa við leitarstrenginn, eða bara fyrstu 4 stafina í leitarstrengnum.
Þetta er svona auðveldasta leiðin. Annars er hægt að fara út í SOUNDEX pælingar til að bera saman orð eftir því hversu líkt þau hljóma, en þá erum við komnir úti í flóknari sálma. Þú getur t.d skoðað SOUNDEX fallið í MySQL.