Ég er ennþá í tengingarvandræðum :-( Öll tutorial sem ég hef skoðað varðandi tengingu gagnagrunna við asp síður gefa upp slóð sem miðast við að maður “hósti” síðuna sína sjálfur á C-drifinu eins og t.d. Data Source=c:\\inetpub\\db\\grunnur.mdb.
Hvernig er slóðin ef maður hefur gagnagrunninn í db foldernum hjá þeim sem “hóstar” síðuna manns úti í bæ? Ég er ekki alveg að finna útúr því :-( Ég meina..maður getur ekki haft slóðina http://www.domain.com/db því db folderinn liggur fyrir utan “virtual” möppuna… Getur einhver hjálpað?
Svo er ég með aðra spurningu líka reyndar..næstum því búin að gleyma henni. Hversu mikilvæg er global.asa skýrslan þegar maður er að tengja gagnagrunna við asp síður? Er hún lykillinn að tengingunni eða hvað nákvæmlega er hlutverk hennar?
Vonandi tókst mér að gera mig skiljanlega.