Jæja, þá er maður búinn að vera að föndra á php í smátíma og er alltaf að uppgötva nýja og skemmtilega veggi til að rekast á. Nú er ég kominn í nýjar önggötur, soldið böggandi þó. Ég er semsagt (eins og kom fram hér að neðan) að búa til svona submit síðu og á í smá basli með það. Í fyrsta lagi er málið það að ég ætla að búa til svona “samþykkja” síðu, alls ekki ósvipaðri þeirri sem er hér á huga. Málið er það að maður slær inn einhverjar upplýsingar í form og submittar það.. OK, breyturnar eru virka á næstu síðu (þ.e. samþykkja síðunni) en svo ef þetta er submittað áfram þá er eins og breyturnar gleymist.(segjum að við sjéum með 3 síður, skrifafrett.php , skodafrett.php og sendafrett.php þannig að það eina sem síðasta síðan geri er að birta eitthvað eins og “frétt send” eða álíka). ps. Ég veit að það þarf alls ekki að hafa þetta á einni síðu, heldur má gera if($submit) en mér finnst þægilegra að testa þetta svona.
Mér finnst ekki ólíklegt að ég sé að gera einhverja grundvallarvillu hérna… en endilega hjálpið ef þið skiljið hvað ég er að meina og kunnið lausn á því.
<BR