Þeir sem hafa eitthvað verið að gera vinna í .NET hafa kannski tekið eftir því að maður þarf alltaf að ýta á submit takkann til þess að kalla á Click fallið fyrir þann takka, en ekki bara geta smellt á enter þegar maður er búin að skrifa það sem maður vill.

Ég fór á stúfana og leitaði að lausn til þess að þurfa ekki alltaf ýta á takkan sjálfan til að fara inní Click fallið fyrir takkann, núna með þessari lausn geturðu loksins ýtt á enter í textaboxinu og kallað þannig á click fallið fyrir takkann.

síðan er þetta ekkert mál að læra á
bara bæta þessu við “toolboxið” (miðað við það að þú sért að nota visual studio), dregur svo bara stýringuna inná Webformið, stillir þetta og woll’a allt í gúddí, referenc’ar dll’ inn og allt saman fyrir projectið.

Að sjálfsögðu eru gallar við þetta eins og allt annað, segjum sem svo að þú sért með 5 submit takka á síðunni og vilt láta þetta box nota takka 3 sem submit takka, þá verður maður bara að passa að tabindex sé lægst á takka 3(takkanum sem maður ætlar að nota)

þetta er allavega það sem ég hef komist að á þessum stutta tíma sem ég hef notað þetta.

hægt er að downloada þessu hérna
http://www.metabuilders.com/tools/defaultbuttons.aspx

Langaði svona bara að deila þessu með ykkur því ég veit að það hefði ég viljað að aðrir gerðu :)<br><br>/************************/
/* The code must be pure!!! */
/************************/
Haukur Már Böðvarsson
haukur@eskill.is
www.bodvarsson.com
Haukur Már Böðvarsson