Ég hef verið að leita fyrir mér með að kaupa þjónustu til aðila sem gefa sig út fyrir að hanna og setja upp vefsíður, því fyrir mér er þetta Kínverska af verstu tegund. Það virðist vera nokkuð erfitt að fá skýr svör um kostnað því flestir vilja fá fleiri verkefnið til sín en án þess að gefa upp endanlegt verð. “ já við höfum verið að gera svona vefsíður og getur kostnaðurinn verið frá 35.000 uppí 1-2 milljónir eftir tíma og umfangi verksins ” og ég hef sagt “en ég er með útlitið í php og Html eins og ég vill hafa það ásamt því að ég er tilbúinn með text og myndir sem þarf að fella ínní heimasíðuna” svo kemur á móti" já við þurfum að skoða þetta nánar, hvað verða þetta margar blaðsíður…o.s.f….getur þú ekki sent okkur…….eftitt að setja á þetta fast verð…. Það er því með öllu óljóst hvað síðan kemur til með að kosta og því ófært fyrir nokkurn mann að setja svona vinnu að stað því að í mínu tilfelli mundi ég loka mig inn og naga á mér neglurnar og vona að síðan kæmi eins og ég vild hafa hana, á viðráðanlegu verði og mundi virka á netinu. Ef þú lesandi góður getur bent mér á einhvern sem tekur svona verkefni að sé og gerir sé að góðu að fá ekki andviði sólarlandaferðar fyrir, láttu mig þá vita.
Lifið heil
Antonio.