ég var að lesa á mbl.is:
—————————————
Tölvufyrirtækið VefHotel.com bíður nú ókeypis íslensk lén (domain) til afnota. Segir fyrirtækið að fram til þessa hafi kostnaður við stofnun íslenskra léna verið svo hár að einstaklingar sem og smærri fyrirtæki hafi veigrað sér við að fara út í þann kostnað sem fylgt hafi því að stofna sitt eigið lén.

Tilboðið gildir til 15. febrúar. VefHotel.com setur það skilyrði að viðkomandi hýsi lénið og tilheyrandi vef hjá VefHotel.com. Slíkur vefur samanstendur af 120 MB vefsvæði, 20 rafpósthólfum, PHP stuðningi, FrontPage 2002 stuðningi.
——————————

síðan þegar nánar er skoðað þarf maður að kaupa hýsingu af þessu fyrirtæki sem kostar náttúrulega 2.990 á mánuði. Það má vel vera að þetta sé ekkert slæmt tilboð en auðvitað ertu að borga fyrir lénið með því að kaupa vistun af þessu fyrirtæki. Svo finnst mér skrítið að mbl.is falli í þessa gryfju.

DON
<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
———————————–