Ég er í smá vandræðum hérna. Ég er frekar nýr í vefforitun, en kann html eins og handabakið á mér (ekkert frontpage/dreamweaver dæmi).
En html er nú frekar leiðinlegt, það er nátturlega ekkert hægt að gera með því.
Það sem ég er að vandræðast með er hvaða vefforitun maður ætti að taka að sér (þ.e læra). Er eitthvað sérstakt sem hentar betur en annað.
Eins og staðan er núna er ég frekar hrifinn af ASP, því það virðist vera “frekar” einfalt og getur gert flest allt (ath að ég er ekki búinn að kynna mér hinar lausnirnar nógu vel). Síðan þegar maður er á korknum sér maður þessa Anti-ASP-ara. Sem vilja halda því að ASP er verkfæri dauðans. (er það satt)
Áður en ég kíkti á ASP kíkti ég á Perl (þá aðalega embeddper).
En það virtist frekar flóknara en ASP. Svo las maður hér á korknum að Perl væri alltof þungt fyrir vefinn og PHP myndi leysa það af og PHP væri það sem væri að svínvirka í dag.
Þannig að núna er ég á fullu að kynna mér asp (er til einhver góður íslenskur asp tutorial).
Getur einhver hjálpað mér. Ég er ekki nógu vel að mér í þessum máli.
kv.
ask
<BR