Ok, ég veit ekki hvað þú veist mikið í html/asp/perl/php/eitthvad
Þannig að ég ætla að reyna að útskýra þetta alveg á barnamáli (kannski er ég að “móðga” þig, en þú skilur þá kannski betur hvað ég er að segja).
Þú vilt samsegt fá eitthvað url sem er eins og
http://www.hugi.is/vefsidugerd/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=75751&iBoardID=109Þá koma nokkrar fullyrðingar:
1. Allt eftir spurningamerkinu (?) er kallað QueryString
2. Til þess að fá QueryString verðuru að senda upplýsingar milli vefsíðna.
3 Ein leið til þess að senda QueryString er html form.
Ég ætla að taka dæmið sem tók áðan alveg frá byrjun.
1. Búum til plain html síðu
2. Vistum hana sem index.html (hvort sem það er á serveri eða á þinni tölvu).
3. Skellum þessum kóða inn í body-ið
[form action="svar.html" name="prufa" method="get"]
nafn: [input type="text" name="nafn" value=""]
[input type="submit"]
(skiptu [ í < og ] í > þannig að [input] fá goggana.)
4. Vistum index.html
5. Búum til nýja plain html síðu með textanum “svar” í body-inu
6. Vistum nýju síðuna sem svar.html í sömu möppu og index.html
7. Opnum index.html í browser, þá ætti að vera form sem þú getur skrifað nafnið þitt í og ýtt á submit.
8. Þegar þú ýtir á submit ættiru að fara yfir á síðuna svar.html.
9. Í addressunni ætti þá að vera slóðin sem þú vistaðir síðuna slóð/svar.html?nafn=nafniðsemþúskrifaðirinn
Semsagt hefði ég:
1. vistað síðurnar index.html og svar.html í möppunni c:/vefsidur
2. Opnað c:/vefsidur/index.html í browser.
3. Skrifað inn “ask” í formið og ýtt á submit hafði ég farið á
c:/vefsidur/svar.html?nafn=ask
Sem þýðir að index.html var að senda nafnið ask yfir á síðuna svar.html
Þá getur þú notað eitthvað forritunarmál svo sem asp/perl til þess að ná í þessar upplýsingar og birta á síðunni.
Vona að þetta hjálpi betur, ef ekki láttu bara vita.
kv.
ask
<BR