Góðan og blessaðan…

Ég er að velta einu fyrir mér sem ég vona að einhver/einhver ykkar viti. Ég er nú enginn snillingur í vefsíðugerð en þannig er að ég er með ASP heimasíðu sem er vistuð hjá Heimsnet (www.heimsnet.is/annasi) og á slóða (www.sigurjon.com) sem ég keypti af fyrirtækinu “GANDI” í Frakklandi (sem ég læt vísa á heimsnet slóðann minn). Þegar maður fer svo á netið og ætlar að kíkja á “www.sigurjon.com” þá kemur síðan upp og einnig heimsnet slóðinn “góði” (það sem ég vill helst ekki).
Ég fór að fikta í heimasvæðinu mínu hjá “GANDI” og það virðist ekkert vera hægt að eiga við þetta þar. Heimsnet er spurningamerki því ég veit að síðan www.frjalsar.com er vistuð hjá heimsnet og þar kemur .com slóðinn alltaf upp, án þess að vefstjóri hennar hafi átt við þetta eitthvað (samkvæmt því sem hann sagði mér).
Mín spurning er því sú hvort einhver hér viti hvernig ég get reddað þessu eða hvort ég verði virkilega að sætta mig við þetta bögg?? :Þ

Með fyrirfram þökk

Sigurjon.com