Ég er búinn að fá mér .is domain og það er rétt uppsett (skv. isnic) og ég er tilbúinn með litla asp.net vefsíðu sem keyrir flott á local vél hjá mér. Sá sem hýsir dns-ið fyrir mig vísar á ip töluna á vélinni minni. Nú vantar mig bara að setja upp vefinn á tölvunni minni þannig að hann sé sýnilegur útávið og svari þessu domain-i sem ég var að kaupa.
Ég er með fasta ip-tölu og domainið svarar pingi og allt.

Er ekki einhver hér sem getur aðstoðað mig smá við þessi lokaskref - hvað þarf að gera til að búa til vef á tölvunni minni sem er sýnilegur útávið og hvernig mappa ég milli þess domain sem ég keypti og vefsins sem ég ætla að nota?

Kveðja
Palm