úff, ég bara verð að segja enhverjum þetta þannig að ég ákvað að segja öllum þetta, þannig er málið að ég er að hýsa nokkarar síður á vefþjón sem ég er með. þaraf tvær vefverslanir, sem senda póst á eigandan þegar pöntun er gerð, og þar nota ég CDONTS.NewMail í ASP til að senda póstinn.
Í gær þá ákvað ég að uppfæra serverinn með .NET dótinu svo ég gæti leikið mér með aspx og það tók nú smá stund að installa þessu þannig að ég fór að fikta í iis á meðan, þar sá ég að smtp og nmtp voru í gangi, en þarsem ég var nú ekki að nota serverinn sem póstþjón eða newsþjón þá ákvað ég að stoppa þessa servica (döhh)
svo í dag þá kemur það í ljós að póstsendingar scripturnar eru ekkert að virka og ég náttulega klóra mér í hausnum og byrja að svitna og spá hver anskotinn hafi gerst.. (þetta virtist ekki svo einfalt þá) og fer að leita á microsoft af því hvort þeir hafi breytt enhverju í CDONTS í nýja .NET pakkanum.. en fann anskotann ekki neitt, þannig að ég ákvað að uninstalla þessu helv .NET dóti og á meðan ég er að því þá kviknar á peru í hausnum á mér… AAARRRRGGGG!!!! kveikti á SMTP aftur og byrjaði að endurræsa serverinn og uppfæra og endurræsa og uppfæra sp1 og endurræsa… úff, það er pirrandi að endurræsa vefþjóna
hvað lærir maður á þessu, jú, að gera ekki of mikið í einu, ég átti ekkert að fikta í smtp og nmtp þegar ég var að uppfæra þetta dót