Íslenskir stafir í sql
Um daginn fleygði ég upp IIS, php og mysql og ákvað að hella mér út í þetta allt saman og láta perl hirða pokann sinn. Eftir að ég var búinn að hreinsa til starfsmannalistann og importa honum inn í mysql tók ég eftir því að öllum íslenskum stöfum hafði verið mysþyrmt verulega af dosinu og gerði þ.a.l. öll nöfn illlæsileg. Þannig að ég er að velta því fyrir hvort það sé ekki einhver leið fyrir mig að pota þessu inn í gagnagrunn með þeim hætti að allir íslenskir stafir séu í lagi og ég geti fyrir að fikta í php-inu. Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið einhverja lausn á þessu.<BR