Mason er gríðarlega sniðugt fyrir stórar fréttaveitur eins og t.d. mbl.is sem að verða að ráða fram úr allri þeirri gríðarlegri traffík sem kemur þangað.
Þeir eru hættir að hafa síðurnar þeirra dýnamískar, semsagt við hverja heimsókn þá er ekki sett á tenging við einhver gagnagrunn og nýjustu fréttirnar sóttar þaðan.
mbl.is er að mestu leyti statísk síða sem að minnkar álagið á einhverja gangagrunn keyrslu, og þessar statísku síður eru uppfærðar upp á nýtt með nýjum fréttum á nokkra mínutna fresti.
Það er sennilegast aðeins hraðvirkara og léttara að hafa eina gagnagrunntengingu á 2 mín fresti í staðinn fyrir nokkur hundruð ef ekki þúsund á sama tímaskala.
Þetta er allaveganna það litla sem að ég veit um mason hq sem að einskonar viðbót af perl-mod-perl.
Og þetta er auðvitað hugsað fyrir mjög stórar síður í huga eins og já fréttaveitur og annað.
Þessi components eru samblanda af html-perl og sérstökum mason skipunum.
Ég held nú samt að þetta sé ekki eina gagnið sem að er hægt að hafa af þessu og nei þetta er ekki vefumsjónarkerfi.