Halló þið öll!

Ég er svona dæmigerður “leikmaður” í heimasíðugerð; veit og kann svona í meðallagi mikið um þessi mál.

Núna er ég að búa til síðu, og ætla að hafa hana þannig að maður opnar linkana inni í sjálfri index síðunni - skildist þetta? Þ.e.a.s. ég er með rúlluglugga í indexinum og menubar við hliðina á honum, og svo þegar maður smellir á link í menubarnum þá opnast hann í rúlluglugganum. Vona að þetta hafi skilist hjá mér;)

Ég er að gera þetta í Dreamweaver og er búin að prófa alla target möguleikana fyrir linkana, en linkurinn opnast bara alltaf í menubarnum en ekki í rúlluglugganum! *garg* Ég tek það fram að ég er ekki að nota Frames.

Þannig að….getur einhver hér sagt mér hvernig á að gera þetta? Ég er búin að vera að kíkja á script hjá öðrum, en get engan vegin séð hvernig þeir fara að þessu. Ég finn þetta ekki heldur á Help síðunni hjá Macromedia og ekki tókst mér að finna þetta í minni annars góðu HTML bók. HJÁLP!

Kveðja,
Fröken FIX :-þ<br><br>Með kveðju,
FrökenFiX!
Með kveðju,