hmmm í frontpage þá eru template sem að koma þegar þú ætlar að búa til nýja síðu sum template-in er semsagt rammasíður, þar eru sýndar nokkrar útfærslur af þessu, hvernig rammarnir liggja en ef að þú ætlar að nota frontpage þá þarftu ekki að vera að spyrja hérna einhverja spurninga, því að frontpage er eins einfalt og hægt er(og þá er ég að tala um einfaldleika forritsins ekki þennan djöfullega kóða!!)
Svo ef að þú villt gera þetta manually, forrita sjálfur töggin á síðunni þá notaru síður eins og htmlhelp.com en svo er hérna ein íslensk síða sem að þú getur rýnt í en það er síðan
http://www.hi.is/~arnif/html.htmlÞú getur gert flestallt í frontpage en það er gott fyrir þig að kunna að lesa kóðann fyrir síðuna því að þú ert í rauninni 100x fljótari að breyta og bæta ýmsu á síðunni. Svo er það bara þitt að álykta hvort þú villt síðan alfarið skipta yfir í HTML forritun á heimasíðu. Allaveganna er það mjög lítill hluti þeirra sem hafa atvinnu af þessu sem nota einhversonar \“friendly mode\” fyrir internet síður eins og frontpage gerir.
Endilega ef að þú villt einhverjar frekari svör að skjóta þeim hér, því að þessi hluti af huga.is er einmitt ætlaður fyrir hjálp og annað, en ekki einhverskonar röfl eins og maður les og les og les hérna.