Alveg sammála, ég var einmitt að hugleiða að skrifa grein gegn, öllu þessu pop-up kjaftæði sem vefarar virðast vera farnir að nota óspart.
Jú auðvitað hef ég líka gerst sekur um að birta einhverjar upplýsingar í pop-up glugga, en margar síður hreinlega ofnota það.
Ég er mjög hrifin af þessari aðferð þinni til að opna pop-up glugga þar sem hún er afturvirk á eldri browsera, en eru ekki einhverju browserar sem þekkja ekki onCLick og verða að vera með href=“JavaScript:newwin();” ?
Þið sem voruð að spyrja útaf hverju við erum að skrifa fyrir browsera sem ekki styðja Javascript, því seum okkar gera þetta að atvinnu sinni og því verðum við að gera þetta eins vel og hægt er, hvernig ætlar þú að útskýra fyrir kúnna að eitthvað virki ekki, kenna browsernum um, það bara gengur ekki, hann er að kaupa af þér vöru og ætlast til að hún virki á Internetinu, sama hver browserinn er.
Skemmtilegast væri nátturulega að í staðinn fyrir pop-up glugga, birtist fljótandi div(þ.e. draggable) sem hægt væri að loka( ala.
http://www.nulleinn.is/dhtml/winos/ ), en því miður búum við í browser helvíti og verðum að sætta okkur við það.