Í ISJS er PHP notað til að flytja upplýsingar frá vefsíðunni í textaskrá og hljóðforrit( með fsockopen() ) sem forritað er í Pure-Data. Flash myndin er látin lesa úr textaskránni á nokkurra sekúndna fresti.
Looking for the … er heldur flóknara. Þar er Flash mynd notuð fyrir viðmótið. Hvert smell sendir upplýsingar um fjarlægð músarinnar frá skífu sem er ca. í miðju sem og upplýsingar um IP tölu notanda. Upplýsingarnar eru sendar bæði í hljóðforrit (líka í Pure-Data)og Mysql gagnagrunn. Önnur flashmynd les úr Mysql á ca. 1.5 mínútna fresti og uppfærir myndina. IP tala þess sem smellti ræður lit á ferningum sem birtast.
Hljóðið er svo allt sent út sem “live” mp3 stream í gegnum Icecast þjón. Allt þetta gengur svo á lítilli gamallri tölvu með 400 Mhz celeron örgjörva og RedHat 7,3 (áfram Línux!). Þess má geta að ég prófaði að keyra aðeins ISJS verkið með öllu sem þarf á Windows 2000 vél en það gékk allt of hægt.
Kveðja,
Páll Thaye
Páll Thayer