Ég vil benda fólki á nýtt veflistaverk sem ég var að setja á netið. Þeir sem hafa takmarkaðan áhuga á myndlist gætu samt haft gaman af því að sjá hvað er hægt að gera ef maður flettir saman HTML, PHP, Flash, Mysql og sérútbúnum Linux þjóni. Listaverkið heitir “Looking for the new universal harmony” og er að finna á http://www.this.is/pallit/harmony svo er ég með aðra síðu í svipuðum dúr á http://www.this.is/pallit/isjs

Í ISJS er PHP notað til að flytja upplýsingar frá vefsíðunni í textaskrá og hljóðforrit( með fsockopen() ) sem forritað er í Pure-Data. Flash myndin er látin lesa úr textaskránni á nokkurra sekúndna fresti.

Looking for the … er heldur flóknara. Þar er Flash mynd notuð fyrir viðmótið. Hvert smell sendir upplýsingar um fjarlægð músarinnar frá skífu sem er ca. í miðju sem og upplýsingar um IP tölu notanda. Upplýsingarnar eru sendar bæði í hljóðforrit (líka í Pure-Data)og Mysql gagnagrunn. Önnur flashmynd les úr Mysql á ca. 1.5 mínútna fresti og uppfærir myndina. IP tala þess sem smellti ræður lit á ferningum sem birtast.

Hljóðið er svo allt sent út sem “live” mp3 stream í gegnum Icecast þjón. Allt þetta gengur svo á lítilli gamallri tölvu með 400 Mhz celeron örgjörva og RedHat 7,3 (áfram Línux!). Þess má geta að ég prófaði að keyra aðeins ISJS verkið með öllu sem þarf á Windows 2000 vél en það gékk allt of hægt.

Kveðja,
Páll Thaye
Páll Thayer