Þú ert bara á 512Kb tengingu þannig að það er verulega ólíklegt að þú þurfir nokkurn tíma meira en MySQL. Ég las einu sinni úttekt á MySQL og PostgreSQL (sem hvort tveggja er opensource), og MySQL sigrar í hraða, en PostgreSQL í stöðugleika.
Málið er hinsvegar að MySQL er ekkert farið að klikka fyrr en í verulegu álagi. Hugi.is hefur t.d. alltaf verið keyrður á MySQL, og það stendur ekkert til að breyta því í bráð, enda hinn mesti óþarfi. Reyndar væri það eiginlega bara vitleysa á meðan MySQL er að standa sig, vegna þess að MySQL *er* mjög hraður, þó að hann sé það auðvitað af ástæðu (það vantar sumt sem er í öðru).
PostgreSQL ferðu varla að nota á Windows. MySQL geturðu það, og þú getur það alveg nákvæmlega eins og að keyra það á Linux/UNIX. Þetta eru prompt tól, en öll Windows eru með prompt líka og það eru nákvæmlega sömu tól í gangi þar og á UNIX.
Svo minni ég á phpMyAdmin. Check it out.
Ég sá einhvern hérna pósta um það að fleiri notuðu ASP heldur en PHP… en svona í fyrsta lagi finnst mér það ólíklegt, í öðru lagi benti hann ekki á neitt því til rökstuðnings, og í þriðja lagi skiptir það nákvæmlega ekki einu einasta máli.
Ef þú þarft ASP til að keyra á MS-SQL, þá segir það sig auðvitað sjálft að þú ert ekki að fara að nota MS-SQL, þó það væri ekki nema til þess að GETA notað annað. Það er reyndar misjafnt út í hversu þurrt menn fíla að láta Microsoft taka sig í boruna, fyrir utan það að ég veit ekki til þess að það þurfi ASP til að keyra á MS-SQL… ég nota ekki þetta dót.
En bottom line… hvort sem það er fyrir Windows eða UNIX, þetta er nákvæmlega sami skíturinn. Notaðu prompt, þú finnur þessi forrit einhvers staðar á Windowsinu þínu.