Ég varð fyrir léttum vonbrigðum þegar ég sá að ný könnun var komin inn á Vefsíðugerðina hér á huga.
Hvort er Betra PHP eða ASP ?
Þarna er í raun verið að spyrja að einhverju sem á engann rétt á sér því hvorugt forritunar málið er betra en hitt. Ég ætla hér að reyna að skrifa nokkuð hlutlausa vangaveltu milli þessara tveggja mála, þó svo að ég sé ASP forritari að atvinnu.
ASP og PHP eru bæði keimlík mál, það er þú skrifar litlar kóða línur inn í html-ið þitt, getur í báðum notað klassa(að því að ég best veit um PHP) og eru bæði mjög hraðvirk í keyrslu.
Þó ASP keyri inn í IIS servernum frá microsoft sem er mjög samtvinnaður stýrikerfinu og nái þar mjög í. PHP er þó aðeins á undan( ASP er með 43pps og PHP með 49pps ), en það mætti rekja til þess að á windows server er mikið af auka dóti sem er að taka upp resources af servernum s.s. gluggaviðmót og fleira.(sjá : http://www.zdnet.com/enterprise/stories/linux/0,12249,2646052,00.html)
Að vísu finnst mér líka vanta eitt inn í umræðuna það sem php,asp, coldfusion og jsp hafa algjörlega verið í sviðsljósinu er Chili!Soft ASP, sem er fyrirtæki sem er að porta ASP yfir á m.a. HP-UX, Linux, Sun Solaris og IBM AIX og keyrir víst mjög smooth, þó svo ég hafi eingar tölur því til sönnunar.
Fólk á það til að mynda sér skoðarnir á þessum málum að þess að hafa nokkuð prófað hinn málin sem standa til boða, þetta á bæði við ASP og PHP forritara. Þetta er mjög leiðinleg staðreynd og minnir hún mig margt á kynþátta fordóma, ef eitthvað keyrir á windows er það rusl eða öfugt með linux.
Hvert mál hefur sína kosti ,galla og hömlur og falla misvel að því sem við erum að reyna að ná fram. Einnig ber að líta á hvaða kunnáttu við höfum í öðrum tungumálum þegar velja ber s.s. kerfi, erum við góð í C, þá endilega nota PHP. Eruð þið búin að þaulkanna VisualBasic(þeir fordómar eru efni í heila grein), eða ert góður í JavaScript, prufaðu þá að slá inn ASP kóða. Best er nátturulega að prufa bæði málin og jafnvel fleiri(coldfusion frá alliare, jsp, perl o.s.fr.) áður en endanleg ákvörðun er tekin í þessum málum.
Málin henta verkefnum misvel og velja þarf mál líka með tilliti til þess hvers verkefnið krefst.
Ég nenni ekki að lesa þetta yfir þannig ég ábyrgist ekki neinar villur, stafsetningar eða annars eðlis í þessari grein.