ASP.NET fyrir byrjendur Margir byrjendur setja oft spurningar inn á korkana þar sem þeir spyrja: Hvað er ASP? Hvað þarf ég að hafa og gera til að nota ASP? Í ljósi þessa ákvað ég að skrifa eina byrjenda grein sem ég vona að komi allavega einhverjum af stað í ASP.NET.

ATHUGIÐ: Að sjálfsögðu skiptið þið svo [ og ] út fyrir samsvarandi hornklofa þar sem þau koma fyrir í greininni.

Þessi grein mun fara í þá grunn hluti sem þú þarft að búa til einföldustu ASP.NET síðu og er tilgangur greinarinnar að koma fólki af stað í ASP.NET. Ég mun notast við C# forritunarmálið til þess en ég mun ekki kenna C# hér heldur læt það eftir öðrum. Þessi grein er frekar ætluð þeim sem eru algjörir byrjendur í þessu enda farið mjög grunnt í hlutina en nóg svo viðkomandi ætti að geta prófað sig áfram þaðan. Ég mæli með www.asp.net fyrir þá sem vilja læra síðan eitthvað meira í ASP.NET. ASP stendur fyrir Active Server Pages. Ég geri ráð fyrir að þeir sem lesi þessa grein hafi einhverja lágmarkskunnáttu á HTML.

1. Almenn atriði um ASP og .NET

Þeir sem hafa snert ASP, PHP eða JSP ættu ekki að vera í miklum erfiðleikum enda vita þeir út á hvað málið gengur og þurfa þeir bara að aðlagast nýju forritunarmáli. En fyrir þá sem aldrei hafa snert svona tegund vefsíðna þá er ASP, PHP, JSP og ASP.NET eingöngu leið til þess að búa til dínamískar vefsíður. Dínamískar vefsíður eru vefsíður sem er meðal annars er hægt að tengja við gagnagrunn og spara þannig ómælda vinnu við uppfærslur og viðhald sem myndi fylgja því að vera með allt í HTML skjölum. Í klassísku ASP er stuðst við skriptu mál eða “scripting languages” sem kallast VBScript og er tilbrigði af Visual Basic. Önnur tegund af skriptu máli er JavaScript sem flestir sem gera HTML síður ættu að kannast við og er víða notað sem villutékk á heimasíðum svo dæmi sé tekið. Microsoft fór yfir í það að hanna .NET umhverfið sem margir segja að sé svar Microsoft við JAVA umhverfinu frá Sun en ég ætla ekkert að fara út í það hér. Í .NET getur maður eftir sem áður gert ASP síður en þær eru ekki lengur eins og klassísku ASP síðurnar heldur getur maður valið á milli mismunandi “forritunarmála” til að nota við vinnsluna (C#, Visual Basic 7 og JScript) sem óneytanlega gefa meiri möguleika en áður. Einnig eru fleirri mál að koma inn sem hægt er að nota á .NET síðum eins og J# og Delphi.

Þú áttar þig á því að þegar við setjum upp .NET umhverfið þá verður til svæði undir rótinni sem heitir Inetpub og þar undir wwwroot. Til þess að geta keyrt .NET síður þá verða þær að vera geymdar þarna andstætt við HTML síður sem geta legið hvar sem er á vélinni og verið skoðaðar. Þetta er vegna þess að til þess að skoða ASP.NET síður sem og síður sem gera sömu hluti (ASP, PHP og JSP) þá þarftu til þess vefþjón og í þessu tilfelli ætlum við að nota IIS (Internet information server) sem fylgir með Windows. Til að forrita í ASP.NET geturu notað hvaða textaritil sem er. Notepad dugir til þess þó það sé kanski ekkert þægilegt að nota hann. Ég mæli með því að þið náið einhvern sem er með syntax highlighting og ef til vill fleirri fítusum. Góðir editorar eru tildæmis EditPlus (www.editplus.com) og Textpad (www.textpad.com). Einnig er að sjálfsögðu hægt að nota Visual Studio.NET frá Microsoft en það kostar náttúrulega smá pening og kanski ekki á færi allra. En við getum leyst öll verkefni sem okkur langar til bara með venjulegum editorum.

2. Uppsetning .NET á tölvunni þinni (þú þarft náttúrulega ekkert að lesa þetta ef þú ert búinn að þessu).

Það fyrsta sem við þurfum að gera til að geta unnið með ASP.NET síður er að ná í á http://msdn.microsoft.com/downloads/default.asp?url=/do wnloads/sample.asp?url=/msdn-files/027/000/976/msdncomp ositedoc.xml . Ykkur er svo sem frjálst að downloda þessu í pörtum eða öllu í einni skrá. Þegar downloadið er búið tvísmellið þá á skránna. Þú gætir fengið upp villumeldinguna sem segir að þig vanti Microstoft Ineternet Information Server. Ef þig vantar hann þá mæli ég með að þú ýtir á Cancel og setjir hann upp og keyrir síðan aftur setup skránna fyrir .NET. IIS er að finna á Windows2000 disknum og þú setur það upp með því að fara í Start->Settings->Control Panel->Add remove programs og velja þar Add remove windows components og haka við IIS. Í .NET uppsetningunni mæli ég með því að þú hafir allar stillingar default stillingar þannig að þetta ætti ekki að vera mikið meira en bara að ýta nokkrum sinnum á Next hnappinn og svo ertu búin(n).

3. C# pælingar

Nú þegar allt er uppsett skulum við skella okkur í C# pælingar. Allar ASP síður sem við búum til í .NET fá endinguna .aspx á móti .asp í gamla aspinu. Búðu nú til möppu á C:\inetpub\wwwroot\ svæðinu og skýrðu það “vefur” (án gæsalappanna að sjálfsögðu). Opnaðu nú editorinn sem þú valdir og búðu til nýja tóma síðu og skírðu hana sida1.aspx og vistaðu hana á “vefur” möppuna sem þú bjóst til. Efst í skránna gefum við til kynna hvaða forritunarmál við ætlum að nota. Í okkar tilfelli þá ætlum við að nota C#. Það gerum við með því að segja [%@ Page Language="C#" Debug="true" %].

sida.aspx
————————–
[%@ Page Language="C#" Debug="true" %]
————————–

Fyrir neðan page language skipunina setjum við import setningar en það sem þessar import setningar gera er að gefa okkur aðgang að klösum sem innihalda aðgerðir(föll) og breytur sem við viljum nota. Dæmi um fall er Response.Write fallið til að skrifa texta út á skjá en það er í System klasanum. Með því að fara á svæðið þar sem þið settuð .NET inn á á vélinni ykkar getið þið skoðað “documentation” fyrir .NET og séð alla klasa og föll þeirra og notað það til að finna hluti sem ykkur vantar. ASP.NET síður eru vefsíður sem samanstanda af kóða (hér C# kóða) sem margir þekkja og svo HTML kóða sem ennþá fleirri þekkja. En það þarf að afmarka HTML kóðann frá ASP kóðanum. Það gerum við með því að nota <% %> sem afmarkar svæðið sem ASP kóðinn þá að vera í. Þá gæti síðan okkar litið svona út þar sem þessum tveimur tegundum kóða er blandað saman.

sida.aspx
————————-
[%@ Page Language="C#" Debug="true" %]
[%@ Import Namespace="System" %]
[HTML]
[BODY]
[h1]Þetta er html fyrirsögn
[br]
[%
Response.Write(“Þetta er C# texti”);
%]


———————– –

Síðan eins og hún er hér að ofan er sambland af C# kóða og HTML kóða og þar með er fyrsta ASP.NET síðan sem þú hefur gert tilbúin. Til þess að skoða síðuna þína þá opnaru vefbrowserinn þinn (Internet Explorer, Netscape) og slærð inn í address línuna http://nafnÁTölvunni/vefur/sida.aspx og þá lodast síðan þín upp. Þú gætir einnig skrifað http://localhost/vefur/sida.aspx . Síðan þín ætti þá að líta út eins og myndin að neðan.

Ég mun reyna á næstu dögum að setja saman grein um það hvernig hægt er að tengjast gagnagrunni og vinna með þau gögn á .NET síðu.