Þar sem það hefur ekki komið grein hérna í 2 mánuði ákvað ég að bæta úr því.
Um daginn ákvað Hugi að stokka aðeins upp og þurftu allir stjórnendur að senda inn nýja umsókn, sennilega til að sortera út þá sem voru óvirkir. Eins og staðan er í dag erum við tveir (Ég og Moose) .. ég á hinsvegar von á því að einvherjir bætist í hópinn bráðlega.
Ég veit að Cazper, sem var búinn að vera stjórnandi í þó nokkurn tíma, hefur áhuga á því að halda áfram og hjálpa til.
Á meðan þetta skýrist verður ekki bryddað uppá neinum stórum nýjungum, geri frekar ráð fyrir því að við reynum að laga það sem er þegar hérna á áhugamálinu okkar.
Þar sem nýjir stjórnendnur eru teknir við finnst mér að allir sem hafa hugmyndir að einhverju sem þeir vildu sjá hérna, endilega skella þeim hérna fyrir neðan.
Mig langar t.d að koma upp einhverskonar FAQ kubb þar sem stjórnednur svara algengum spurningum sem koma á korkana. Þetta eru mikið sömu spurningarnar sem fólk er að koma með, hvar fæ ég pláss fyrir heima síðuna mína, hver er munurinn á html og asp eða php o.s.frv.
Annað væri að starta einhverskonar open source verkefni, þar sem þeir sem hefðu áhuga mundu smíða sama eitthvað stuff. Ég veit ekki alveg hvað en við viljum fá hugmyndir !!! Helling af þeim :D