Kæru notendur Hugi.is.
Ég var mjög ánægður þegar ég sá áhugamálið Vefsíðugerð líta dagsins ljós hér á þessum annars
ágæta vef. Ég hef reynt að vera sæmilega duglegur í að taka þátt í málefnalegum umræðum á korkunum,
mælt með því sem mér finnst rétt, mælt gegn því sem mér finnst rangt, spurt um það sem mig langar
að vita og svarað því sem ég veit.
Hér eru menn af mismunandi uppruna, sumir með mikla reynslu af atvinnumarkaðinum, og aðrir sem eru
að stíga sín fyrstu skref í vefsíðugerð. Hér eru forritarar, vefarar, grafískir hönnuðir o.s.frv.
Eins og auglýsingin segir þá er hugi.is samfélag á netinu, og því miður er það svo, rétt eins og í
öllum öðrum samfélögum, að hér eru til utangarðsmenn. Menn sem eiga erfitt með að höndla það sem
fylgir því að taka þátt í samfélagsinu. Menn sem eiga erfitt með að vita ekki betur en allir
hinir og reiðast ef að þeir eru rengdir eða leiðréttir.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er að nýlega hafa ég og reyndar fleiri, fengið póst og
skilaboð þar sem viðkomandi er alveg brjálaður yfir því að honum hafi verið mótmælt.
Engin er alvitur og það ætti ekki að koma á óvart að í samfélagi eins og Hugi.is er alltaf einhver
sem þekkir eitthvað efni betur en maður sjálfur. Og ekki er ólíklegt að sami einstaklingur sé
fús til að deila visku sinni með hinum. En í guðana bænum gott fólk, ekki sleppa ykkur þegar þið
eruð leiðrétt, þið eruð ekki alvitur, ekkert frekar en ég, og allir hinir.