Ég hef verið lengi við internetið og verið að fikta við heimasíðugerð síðan Ísmennt var eina alvöru netþjónustan og hef séð margt breytast síðan ég byrjaði. Hver man ekki eftir system-gráum bakgrunni, svörtum Times New Roman fontum, <blink> skipuninni og skræpandi bláum linkum?
Í dag er mikið vatn runnið til sjávar og er vefsíðugerð farin að kalla á miklu meiri hæfni og fjölbreytni en áður fyrr. Ný og ný tækni streymir inn á netið og í dag er engin vefur alvöru vefur án þess að vera kenndur við gagnagrunn á einhvern hátt.
Það sem mér finnst vera að gerast er að vefsíðugerð er að skiptast í svo margar greinar að ómögulegt er að hafa yfirsýn og þekkingu í allt sem þarf nú til dags til að gera virkilega góðan vef. Það sem mér hefur fundist einkenna íslensk fyrirtæki sem vilja sækja fram á markaði vefsins er að þau vilja oft rugla saman grafíkara og forritara. Halda að þeir geri alveg það sama. Ég er meira svona í grafíkinni og hef rekist á það að fólk vill að ég geri allskyns php, CGI og etc. fyrir það eins og ekkert sé. Og svo hef ég séð dæmi um öfugt!
Í framtíðinni mun þetta sjálfsagt skiptast enn meira. Gárungar spá því að vefstofa muni í framtíðinni skiptast í Grafíska hönnun, forritun, hljóðver og videover… ef ekki fleira. Þetta sýnir það að nú ætti að vera rétti tíminn til að fara að sérhæfa sig… eða hvað?
Comment?