Ég er að fara að byrja í því námi og vildi deila því með ykkur.
Það eru þrír staðir hér í Danmörku sem hægt er að læra Multimedia Design, í Kolding, Arhus og Odense.
Ég valdi Odense þar sem þeir hafa kennt þetta nám áður á ensku og hafa þá betrum bætt það sem ekki gekk í fyrstu umferð… minna vesen fyrir mig.
Þetta nám er lánshæft frá Lín, tekur 2 ár og er fjórþætt…
forritun, hönnun, samskipti og viðskipti (Communication,
Graphic Design & Concept Development, Programming, Business)
Odense er þriðji stærsti bærinn í DK og er á Fyn, ekki eins dýrt að búa þar og í Arhus og er ekki eins lítill og Kolding. (ég er ekki viss hvort maður getur lært Multimedia Design á ensku í Kolding). Þetta nám er kennt í Tietgen Skolen í samstarfi við Odense Tekniske Skole.
Annars er her síða skólans og hægt er að lesa sér til á ensku http://www.tietgen.dk.
Svona ef áhugi er fyrir hendi þá er hér linkur til að sækja um á kollegie (námsmanna íbúðir og herbergi) www.riu-fyn.dk
og ef einhverjar spurningar um námið þá endilega hafa samband við þessa konu:
Ida Borch
e-mail: IDA@ots.dk
Það er óhætt að skrifa á ensku eða dönsku. (Það er ennþá hægt að sækja um)
Ef þið hafið áhuga endilega hafið samband og ég mun aðstoða sem mögulegt er fyrir mig, ég get einnig sent ykkur í e-maili umsóknarblöðin ef þið óskið eftir því.
Ég vona að þetta hafi komið að einhverju gagni fyrir þá sem hafa áhuga.
G