Það er farið að fara soldið í taugarnar á mér þegar fólk hefur farið á eitthvað námskeið í vefsíugerð þá telur það sig vera orðið fullnuma í bransanum.
Þetta fólk fer að tala við fyrirtæki og bjóða þeim vefsíður, og þessi fyrirtæki oft á tíðum taka þessum boðum, svokemur að því að það á að búa til síðuna þá kemur í ljós að viðkomandi “vefari” kann bara rétt basic vefsíðugerð..stelur kódum, útliti ofl.
Þetta kemur niður á fyrirtækjum sem starfa í þessum bransa, og oftast er þetta slæmt, því fyrirtækin sem keyptu þessar síður af “vefaranum mikla” eru skítfúl yfir að hafa borgað einhvern helling fyrir crappy síður, og jafnvel hætta með síðurnar,,
Það er ljóst að kröfurnar í dag í vefsíðugerð eru MIKLU meiri en þær voru fyrir td 2 árum, í dag er gagnagrunnstenging orðin mun algengari, allskyns sérhönnuð script eru notuð, mikið um margmiðlunarefni eru nú á vefsíðum og allur frágagnur og vinna er orðið mun fullkomnara í dag.
Hinn gamli HTML´ari er orðinn lítill hluti af heildinni í dag, fólk þarf að kunna forritun í einhverju forritunarmáli, það þarf mikla hæfileika í grafískum málum, það þarf að hafa mjög gott auga fyrir layouti, það er orðið erfiðara að stela kódum en það var fyrir nokkrum árum og uppfærsla vefsíðna er meir og meir að færast í hendur eigenda síðanna með allskyns browser editorum sbr kassarnir hér á Hugi.is.