Ég er hér kominn til að skrifa hversu gott forritið EditPlus er. Áður en ég kynntist Dreamweaver þá notaði ég mest EditPlus en frá því þá hefur það fallist í gleymsku. Svo um daginn nældi ég mér í eintak og hóf störf á ný. Það sniðuga við þetta forrit er það að það er ekki eins og í TextPad, html-kóðarnir eru allir bláir ég skal gefa dæmi: (ég er reindar ekki viss um að kóðinn byrtist)
Allir eiga að kannast við þennan kóða:
//<a href="http://www.hugi.is“>hugi.is</a>
Í TextPad myndi hann allur byrtast blár nema textinn: hugi.is
En í EditPlus er hann á þennan veg:
<a er blátt
href er rautt
= er blátt
”http://www.hugi.is“ er bleikt
> er blátt
hugi.is er svart
//</a>er blátt
þar af leiðandi sér maður strax ef maður er að gera villu af því að html kóði sem er öðruvísi en vant er byrtist brúnn.
Svo má nefna að það er hægt að ”seiva“ allar síðurnar sem maður er að vinna í í einu, og margt margt fleira sem ég nenni ekki að nefna, það besta sem hægt er að gera í málinu er að fara á editplus.com og ”downloda" nýjustu útgáfunni.
ps. það verður að athuga að ég er með EditPlus 2.11