Í gær lýstu nokkrir íslenskir bloggarar (vefleiðarar/dagbókarhöfundar) yfir áhyggjum sínum vegna þess að blogger er nú að fara að skipta sér annars vegar í greidda þjónustu og hins vegar ókeypis þjónustu.

Þessir bloggarar hafa sumsé áhyggjur af því að ókeypis þjónustunni fari að fylgja ýmiss konar óbjóður, popup-gluggar eða auglýsingaborðar.

Þeir skora svo á 3 menn sem að hafa sjálfir skrifað sín eigin kerfi (<a href="http://bre.klaki.net/dagbok“>Bjarni</a> sem hefur skrifað sitt eigið kerfi í Perl, <a href=”http://www.tol.li“>Tolli</a> sem að er með sitt í PHP og <a href=”http://www.snigel.org/weblog“>Egill</a> sem að rekur <a href=”http://www.nagportal.net/“>Nagportal.net</a>) að gera þau aðgengileg öðrum.

Hér á vefsíðugerð er fimmta hver spurning á korkunum ”Hvar fæ ég frítt lén/hýsingu“. Þessi ”hvar fæ ég frítt“ hugsunarháttur er einkum skiljanlegur þegar að menn eru undir lögaldri og geta því lítið gert í því að greiða fyrir eigin lén með kreditkortum, þeir geta reyndar notað alvöru peninga hér á landi og fengið sér <a href=”http://www.isnic.is/“ title=”Langar þig í .is lén? Borgaðu þessum mönnum og þú færð það“>.is lén</a> fyrir vasapeninginn/sumarpeninginn þannig að ég vorkenni þeim ekkert voðalega mikið. Málið er hins vegar að ef maður vill alvöru þjónustu þá þarf að borga. Það er ekki endalaust hægt að fá eitthvað frítt. Allt hefur sitt verð.

<a href=”http://mar.anomy.net/“>Már</a> minnist á þetta og telur líklegt að þessir bloggarar vilji fá þjónustuna ókeypis. <a href=”http://ivarorn.net/BloggThis/BlogList.aspx“>Ívar</a> telur að hann geti vel hleypt fleirum í kerfið sem hann skrifaði (í ASP) en vantar hýsingaraðila.

Sjálfur hef ég skrifað mitt eigið dagbókarkerfi í PHP, og <a href=”http://joi.betra.is/“>nota það</a>. Ég er svo að vinna í endurbættri útgáfu þess sem að <a href=”http://sigurros.betra.is/">frúin mín</a> mun nota.

Þá er það spurningin, af hverju ættum við sem höfum skrifað okkar eigin kerfi ekki að hjálpa fólki í (hugsanlegri) neyð (í framtíðinni) og gefa þeim okkar kerfi? Af hverju hikum við?

==Erfiðleikar í uppsetningu==
Ein ástæðan fyrir því að maður hikar við það er sú að þessi kerfi er ekkert endilega auðvelt að setja upp, og þau krefjast þess að vefþjónninn sem þau fari á (hjá bloggurum) styðji það mál og gagnagrunna sem að kerfið byggist á (Perl, PHP, ASP, MySQL, SQL).

==Notendaaðstoð==
Hverja uppsetningu þarf að fínstilla fyrir hvern notanda, og ég efast um að einhver okkar hafi gert ráð fyrir þessu í upphafi þegar að við skrifuðum kerfin okkar fyrir okkur. Því þyrfti að skrifa sér fítus í kringum núverandi kerfi sem að sér um að setja þau upp, og það getur verið mismikið mál.

Að auki er það ljóst að þeir notendur sem munu nota kerfin geta lent í dæmigerðum vandamálum (ónóg réttindi, skrá á vitlausum stað, stilling vitlaus), og við hvern munu þeir hafa samband? Þann sem skrifaði kerfið. Það er ekkert sjálfgefið að við sem höfum skrifað okkar eigin kerfi munum hafa tíma í að þjónusta notendur.


==Hvað er til ráða?==

Það sem þarf er að búa til nýtt kerfi og útvega vefþjón.
Hér á Huga er margt manna sem að fikta í PHP og ASP daginn út og inn. Sumir þeirra hafa meiri tíma en aðrir. Ég ímynda mér að hægt sé að gera kerfi í PHP/ASP/JSP sem að hegðar sér svipað og blogger:
-Einn miðlægur þjónn þar sem notendur breyta stillingum sínum og skrifa pælingar
-Miðlægi þjónninn ftp-ar síðan færslum notandans yfir á vefþjón hans

Þessi miðlæga aðferð var það sem heillaði marga við blogger, ekkert sem þeir þurftu að setja upp sjálfir hjá sér, og ekkert vesen (nema reyndar með dagsetningar víst). Dagbækurnar okkar eru ekki byggðar upp á þennan hátt og of mikið vesen fyrir okkur að veita notendaþjónustu vegna uppsetninga.

Þá er það spurningin, hverjir treysta sér til þess að fara að skrifa þetta kerfi og hafa tíma til þess?
Hverjir geta reddað vefþjóni sem að sér um allt þetta?
Hver getur hugsað sér að láta eitthvað fé af hendi rakna (þúsundkall eða meira?) til þess að geta bloggað áhyggjulaus?

Sjálfur get ég ekki komið nálægt þessu af ráði, nógu mörg verkefni á minni könnu, og svipað er að segja um flesta þá sem að voru nefndir. Hvaða hetjur geta nú stigið fram á sjónarsviðið og bjargað bloggurum Íslands frá því að þagna?
Summum ius summa inuria