Jæja, nú fer að líða að óþolinmæði hjá mér varðandi Tilraunastofuna okkar. Þess vegna langar mig að koma með tillögu. Við notum bara greinarnar, til að byrja með.
Merkjum þær svona “Tilraunastofan: %nafn á verkefni%”, og að sjálfsögðu sjá stjórnendurnir um að koma með nýjar tilraunir.
Síðan bara skrifa þeir sem taka þátt svar sem inniheldur link í þeirra tillögu.
En til að þetta virki þarf einhverja til að hýsa tilraunirnar. Hvort sem þær eru skrifaðar í asp, php, jsp, …
Því miður get ég ekki boðið mig fram til að hýsa eitthvað af þessu en ég vona að það séu einhverjir góðhjartaðir hérna sem taka það að sér.
Einnig langar mig að koma með tillögur að reglum.
1. Það eru, næstum, engar reglur.
2. Það má nota hvaða forritunar eða script mál sem er.
3. Það má útfæra tilraunina einsog hver vill.
4. Það þarf ekki að notast við neina staðla
5. Það má ekki notast við tilbúin forrit eða scriptur, þú verður að skrifa allt sjálf/ur.
Ég lýsi þá hér með eftir hýsingaraðilum fyrir asp, php, jsp, …
Ef þú getur hýst eitthvað af þessu þá svaraðu þessari grein og gefðu upp slóð þar sem hægt er að skoða þær tilraunir sem eru hýstar hjá þér og hvernig áhugasamir geta haft samband við þig.
Einnig legg ég til að hýsingaraðilar noti skipulagða uppbyggingu, hjá sér, á tilraununum.
Dæmi: (nota gestabok og spjallkorkur sem nafn á hugsanlegum tilraunum)
wwwroot/tilraunastofan/gestabok/flasher
wwwroot/tilraunastofan/gestabok/ask
wwwroot/tilraunastofan/gestabok/casper
wwwroot/tilraunastofan/spjallkorkur/flasher
wwwroot/tilraunastofan/spjallkorkur/ask
wwwroot/tilraunastofan/spjallkorkur/casper
svo sér einhver index skrá í rótinni wwwroot/tilraunastofan/index.??? þar sem verkefnum er raðað upp eftir tilraunum eða einstaklingum svo hægt sé að skoða tilraunirnar með einum músarspelli.
Endilega láttu ljós þitt skína ef þú hefur einhverju við þetta að bæta/athuga.
Svo vona ég að stjórnendur þessa áhugamáls taki við þessu og haldi utan um.