Þetta er sjálfstætt framhald af PHP fyrir byrjendur (1/?).
Mun fjalla örstutt um superglobals og eilítið meira um mengi.
Superglobals
Superglobals eða “ofurbreytur” eru þær breytur sem alltaf er hægt að sækja.
Þ.e aðgerð þarf ekki að nálgast þær með “global” skipuninni.
Hvað eru svo superglobals ? Jú, þú hefur væntanlega tekið eftir löngum vefslóðum. sem margar hverjar innihalda spurningarmerki, breytu, jafnaðarmerki og gildi.
Nánar um superglobals á vef PHP
Dæmi:
http://example.com/variable.php?breyta=gildi
Nú er hægt að nálgast breytuna “breyta” með "$_GET[''breyta]“.
$_GET er mengi sem inniheldur allar ”GET" breytur í PHP.
Hvað með form ? Hvernig virka þau ? Jú, með breytum, en í þetta skiptið POST breytum (en það fer eftir method breytunni í forminu sjálfu).
Dæmi um innskráningu:
<? $notendanafn = "bar"; $lykilord = "foo"; ?> <form method="POST" action="?"> Notendanafn: <input type="text" name="not" /> <br /> Lyilorð: <input type="password" name="lyk" /> <br /> <input type="submit" value="Áfram..." /> </form> <? if($_POST['not'] == $notendanafn && $_POST['lyk'] == $lykilord) { echo "Velkomin/n"; } else { echo "Arg... Eitthvað er rangt..."; } ?>
Í þessu tilviki notast ég við $_POST mengið til þess að nálgast breyturnar.
Ef að ekki er slegið rétt inn birtast villuskilaboðin.
Meira um mengi
Við þekkjum öll hugtakið mengi úr grunnskólastærðfræði ;) Mengi er safn hluta.
Í PHP eru mengi búin til á eftirfarandi hátt.
$breyta = array();
Hægt er að bæta við lyklum (e. keys) í mengi á tvo vegu. Annað hvort með
array_push($mengi, "Foo");
$mengi[] = "Foo";
Núna er “Foo” í menginu, hægt er að nálgast “Foo” með
$mengi['0'];
(Ef að ekkert er þegar í menginu)
Mengi byrja alltaf á núlli!
Nánar um mengi á vef PHP.
Ég mæli með því að lesa PHP manualinn og grúska í dæmunum og commentunum þar. Maður lærir mikið á því, ekki vera hrædd við að leita ykkur upplýsinga á Netinu.
Þangað til næst… ;)