Við á hugi.is erum að leggja lokahönd á nýtt útlit hugi.is.<br>
Um er að ræða 3ju útgáfu þessa vefs útlitslega séð. Í nýju útgáfunni höfum við komið fyrir helstu aðgerðum notandans fyrir á einum stað. Valin áhugamál eru komin í flettiglugga og vinir eru í litlum kassa til vinstri eins og aðrir “statistic” kassar. Einnig höfum við breytt layouti vefsins þannig að nú ætti hann að vera mun léttari fyrir augað og settur upp á einfaldari hátt. Við munum bjóða upp á allsherjar leit en hægt verður að leita t.d. á: huga, ha.is, leit.is, google, kauptorgi, símaskrá og í sjónvarpsdagskránni. Einnig höfum við létt talsvert á korka- og greinakerfinu en það er núþegar komið inn þannig að notendur ættu að hafa orðið varir við það (vona ég).<br><br>
Þeir sem hafa áhuga á að kíkja útlitsbreytingar huga er bent á þessar slóðir:<br><br>
Fyrsta útlit hugi.is (16.jún.'00): http://static.hugi.is/img/ver1.jpg<br><br>
Núverandi útlit: http://static.hugi.is/img/ver2.jpg<br><br>
Preview af nýjasta útliti huga: http://static.hugi.is/img/ver3.jpg