Mér sýnist mín skoðun vera einhvers staðar á milli geirag og Augustus hvað varðar álit á HTML og vefforritun, ég útskrifaðist úr tölvunarfræði í HÍ og það er allt rétt sem geirag segir, þar er verið að kenna forritun, ekki forritunarmál (eða markupmál).
Hins vegar gæfi ég ekki mikið fyrir skóla sem útskrifaði forritara sem kunna ekkert í HTML því það er það birtingarform sem æ fleiri alvöru forrit eru að nota sem úttak, hvort sem verið er að forrita í php, asp, java, delphi eða c++.
Sjálfur hef ég forritað nokkuð í kringum vefinn og þá er gott að hafa einhverja þekkingu í HTML.
Ég held að í framtíðinni verði mikið um að forritarar fái útlit í HTML frá vefhönnuðum og skrifi modula sem sjá um alla flókna vinnslu í -æðra- forritunarmáli og skili niðurstöðum aftur í HTML.
Ég veit að EJS er að vinna svoleiðis m.a. fyrir LÍ og að Tölvumyndir eru að horfa æ meira í þessa átt.
HTML er sveigjanlegt birtingarform, það er aðallega leiðinlegur munur milli tegunda vafra sem getur talist galli á því, ef HTML yrði skilgreint betur og allir vafrar tækju tillit til þeirrar skilgreiningar yrði þessi framþróun hraðari og betri.
Ég er nokkuð sammála Augustus í því að veflausnir séu ekki á leiðinni út en er ekki viss um að geirag hafi verið að meina það heldur.
massi
Ástæðan fyrir því að vefhönnuðir verða undir í dag, og munu eflaust eiga erfitt uppdráttar í framtíðinni, er sú að erfitt er fyrir viskiptavininn að greina á milli góðrar og slæmrar vefhönnunar. Þetta mun þó örugglega lagast eftir því sem hlutverk innan vefhönnunarfyrirtækja verða sérhæfðari, og að þetta leiðist út í að verða meiri ‘þekkingar geiri’ en ekki jafn mikill creative geiri eins og hann er í dag. Það er erfitt að verðleggja creative vinnu, og erfitt fyrir marga að greina á milli slæmrar creative vinnu og góðrar.
Þessi tölvu/vef/margmiðlunar vinnumarkaður er sem betur fer að detta úr tísku, því að það síar út fólk sem er eingöngu á höttunum eftir skjótum gróða. Hype-ið er að deyja út.
Þetta er búið að sveiflast í hæstu hæðir og aftur niður, og endar líklegast einhverstaðar á milli. Sem er bara fínt..
Vonandi verður kominn ballans á þetta þegar ég kem úr skólanum, fingur í kross
0
Hmm.. Málið er nú bara það að fyrirtæki munu alltaf hagnast á því að halda úti góðum vef, og ég sé enga ástæðu fyrir því að breytist. Það er einfaldlega orðið mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa vefsíðu sem fólk getur nálgast allann sólarhringinn hvar sem það er statt til að fyrirtækið sé samkeppnishæft. Svo að það ætti ekki að standa á verkefnum fyrir okkur sem vinnum við þetta.
Allar vefsíður, forrit eða hvað sem það nú er þarf að hafa eitthvað sem heitir útlit ekki satt? Ég held að flestir séu sammála því að vefsíða sem hefur ekkert sérstakt eða ljótt útlit missi marks því að ef vefsíðan á að vera “andlit” fyrirtækisins og “andlitið” er illa hannað og ljótt þá gæti fólk haldið að þetta sé “crappy” fyrirtæki. Aftur á móti ef vefsíðan er rosalega vegleg “grand”, flott viðmót, vel hönnuð og vönduð, þá myndar fólk sér hugmynd um fyrirtækið eftir því. Kíkið bara á www.2advanced.com gott dæmi um þetta, þið munduð örugglega hafa allt aðra hugmynd um það fyrirtæki ef þeir hefðu ekki svona geggjaða vefsíðu. Þannig að mín skoðun er sú að creative/útlitsþátturinn verði alltaf að minnsta kosti jafn mikilvægur og virknin á bakvið dæmið, nema kannski að við séum að tala um einhvern vefgagnagrunn fyrir einhverja stofnun þar sem nær eingöngu starfsmenn hafa not fyrir vefinn.
0