Ég hef verið með smá vangaveltur um það hvert vefsíðu-margmiðlunar geirinn stefni hér á landi og hvernig atvinnuástandið sé. Ástæðan fyrir því að ég er að spá í það er sú að ég stend frammi fyrir því núna að þurfa að fara að leita mér að vinnu vegna niðurskurðar hjá vefsíðufyrirtækinu sem ég vinn hjá. Ég ætla ekki að segja hvaða fyrirtæki það er en ég hef unnið við þetta í eitt ár, þ.e.a.s. að hanna og setja upp vefsíður og ég hef verið að fá 120 þús. útborgað á mánuði fyrir átta tímana 5 daga vikunnar.

Maður hefur verið að heyra að það sé orðið svo ofboðslega margir sem eru að læra þetta og reyna að fá vinnu, einnig að það sé rosaleg lægð í gangi í tölvuheiminum og mörg fyrirtæki að skera niður og sum að fara á hausinn. Svo er það líka spurning um launamál, hvað teljast vera eðlileg laun fyrir þessa vinnu og er einhver stofnun eða félag sem er að passa hagsmuni vefsíðu og -margmiðlunarhönnuða? Sumir atvinnurekendur í vefsíðu og margmiðlunarbransanum virðast vera að arðræna starfsfólk sitt og líta á það sem inhverskonar vinnumaura í básum og þeir virðast nota það sem afsökun að það bíði fólk í biðröðum eftir að komast að og að efnahagsástandið sé svo slæmt. Ég hugsa að það sé rosalega erfitt að fá vinnu núna við þetta og hvað þá vel launaða vinnu. Gott væri að fá skoðanir og hugleiðingar ykkar á þessu!