Nú er ég maður sem vill, af öllum vefforritunarmálum, langhelst forrita í PHP. ASP er notlega… well… *hóst, jáh. Nóg um það.
JSP er fínt, en trúið því eður ei, of platform-dependent. Það keyrir ekkert á hverju sem er. Það keyrir á þeim kerfum sem sýndarvél er til staðar á. PHP keyrir á meira eða minna öllu sem styður C yfirhöfuð, og ég þekki ekki eitt einasta platform sem styður ekki C.
Menn hafa minnst á C#, en ég er bara ekki að sjá hvað á að vera nýtt við C# tæknina. Hvað nákvæmlega á að vera hægt að gera í C#, sem er ekki hægt með Java, til dæmis? Menn hafa bent á að það sé hægt að nota nánast hvaða forritunarmál sem er í C#, en… síðan hvenær hefur það ekki verið hægt?
Hvað varðar PHP í client-side forritun, hef ég litla trú á því, og vil eiginlega halda því þannig. Þetta er vefforritunarmál sem er hannað fyrir vefinn. Ég sé ekki ástæðu til að menga það með því að gera það að of mikilli steypu. Einnig vantar ýmsa mjög mikilvæga þætti í PHP til þess að skynsamlegt sé að forrita client-side forrit í því, svosem að hægt sé að kalla í föll í klösum sem hafa enga instanca (sbr. Qt::QSocket í C++), öll föll í klösum eru public, en enginn möguleiki er á private eða protected föllum.
PHP var hannað sem vefforritunarmál, og það gegnir sínu starfi betur en vel í þeim efnum. Ég sé enga
ástæðu til að flytja PHP yfir í client-side, þó að það sé vissulega mjög töff að geta bundið PHP við Gtk+ (sem þið non-UNIX fólkið vitið væntanlega ekki hvað er). Fyrir þá sem vita ekki hvað Gtk+ er, er það GUI-library á UNIX, sem er fyrir forritunarmálið C, en til eru bindingar fyrir Gtk+ inn í langflest forritunarmál nú til dags, þar á meðal Perl.
Perl er frekar forritunarmál sem væri hentugt að nota í client-side forritun. Verst hvað Perl kóði er mikil djöfuls steik, en það er svosem álitamál.
Ég sé ekkert geta storkað C og C++ sem de facto client-side forritunarmáli nútímans, og framtíðarinnar, nema væntanlega eftirrennari þeirra mála sem mér skilst að Ströstrump (helsti höfundur C++) sé að vinna að um þessar mundir.
Menn hafa líka bent á Java, en þar eru margir gallar sem einfaldlega eru nokkuð óviðunandi. Til dæmis það að Java forrit reyna að herma eftir eiginleikum stýrikerfisins… en það er að herma eftir hlutum sem *eiga* að vera á ábyrgð stýrikerfisins. Til dæmis mousescroll, sem virkar ekkert auðveldlega í Java Swing forritum. Einnig þarf að keyra Java forrit á sýndarvél, sem ég hef enga trú á að verði de facto staðall nokkurn tíma.
Ég myndi segja “Já, PHP rokkar feitan skaufa”, en “Nei, PHP er ekki á leiðinni að verða mainstream forritunarmál.”
Auk þess vil ég benda á að forrit sem skrifuð eru í C, C++, Java, C#, Perl og reyndar flestum þekktum forritunarmálum, fer öllum fjölgandi. Það hefur lítið að segja um framtíð PHP hvort forritum fari fjölgandi eður ei, vegna þess að á meðan forritunarmálið er til… fer fjölda forrita varla fækkandi. :)