Mig langar nú bara að spyrja að einu. Hafa einhverjir ykkar prófað JSP/MySQL með Orion Application Server. Þetta er að mínu mati, einhver sú hraðvirkasta veflausn sem ég hef séð og gjörsamlega gengur frá ASP og IIS hvað varðar response tíma og hraða á fyrirspurnum. Ekki nóg með það heldur er ekki mikið mál að setja þetta upp (ef þú kannt eitthvað í Java og XML þ.e.a.s) og þetta er allt samann frítt svo lengi sem þú ert ekki sjálfur að græða peninga á þessu (þ.e.a.s commercial). Það eina sem þú þarft er Java runtime, Orion application serverinn (www.orionserver.com) og ef þú vilt hraðann Java compiler þá notaru náttúrulega Jikes (man ekki hvar hann er en ekkert mál að finna hann með því að leita á Google), og svo Mysql (www.mysql.com). Þetta svínvirkar meira að segja á heimilistölvum og með æfingunni geturu gert allt sem ASP getur og meira til. Þetta kemur sér mjög vil fyrir þá sem vilja setja upp gagnvirka vefi heima hjá sér og vilja ekki spandera formúu á ISP hosting.
Allavega tjékkiði á þessu, ef þið hafið áhuga, því ég nánast garantera að þið munið aldrei snúa aftur til ASP og IIS þegar þið hafið lært vel á JSP síður.
Ég ætla nú strax að taka það fram að ég hef reyndar ekki prófað PHP, en mér sýnist það vera stórgott líka, miðað við hversu mörg site eru að nota það.