
Í Textpad má líka finna línunúmeringu, document selector tab-inn og margt annað í þessu, svona einfaldir hlutir sem eru ómissandi.
Áður en ég fékk mér TextPad þá var ég með Notepad… ef maður fer úr notepad yfir í almennilegan kóðara þá verður ekki aftur snúið. Notepad (fyrir win9xCrap seríuna a.m.k.) er hrikalegt forrit, höndlar ekki fæla sem eru stærri en eitthvað (man ekki, voru það 16kb eða 32kb ?), er ekki með replace möguleika og fleira. Eitt sem er líka þægilegt við Textpad er það að ef að fællinn sem er verið að vinna í er uppfærður frá öðrum stað (t.d. af öðrum á networki eða fællinn sóttur aftur af ftp eða e-ð) þá er hægt að velja hvort maður uppfæri miðað við það eða noti áfram það sem maður er með uppi á skjánum.
Fyrir utan það sem ég tel upp eru fullt af sniðugum fídusum, eins og Macro handler, Full screen edit möguleiki, save-able workspace … fyrir utan það að forritið er allt mjög stillanlegt.
Ég mæli því tvímælalaust með textpad - sérstaklega fyrir þá sem kunna að kóða: <a href="http://www.textpad.com“ target=”_blank">(Fara á síðu þeirra í nýjum glugga)</a