Afskaplega ertu þröngsýnn að halda að stofnun félags sé eingöngu að halda utan um launakjör félagsmanna. Að sjálfsögðu er það mikilvægur flokkur og honnum á að sinna eins og öðrum þáttum sem tilheyra rekstri slíks félags.
Ef við mundum fara eftir þínum djúphugsuðum ráðum þá mundi verða kaós á markaði vefhönnuða og annara sem að þessari iðju standa í framtíðinnni.
Og hvernig ætli standi á nú á því ?
Aðilar sem hefðu áhuga á að læra þessa iðju myndu ekki þykja það spennandi að fara út í að læra iðngrein sem gæfi lítið sem ekkert af sér vegna þess að ófaglærðir einstaklingar eru að undirbjóða aðra í þessum geira. (og þá meina ég faglærða sérstaklega)
Smá dæmi fyrir þig til umhugsunar…
Ef leigubifreiðar mundu taka þínar ráðleggingar upp á sína arma, hvað heldurðu að mund ske?
Það mundu koma fullt af óæskilegum aðilum inn á markaðinn, allt of margir mundu berjast um frekar lítinn markað, Fagmennska mundi verða rutt úr vegi, Þeir sem eru atvinnubílstjórar (og fjölskildumenn) mundu ekki geta séð sér og sínum farborða vegna glundroðans og undirboða á markaðnum.
Með stofnun félags erum við ekki eingöngu að hugsa um velferð félagsmanna, heldur líka um þau fyrirtæki sem ætla sér að nýta sér þjónustu vefhönnuða eða annar sem að félaginu standa.
Þessi fyrirtæki geta gengið að því vísu að hér sé um fagmann um að ræða, ekki drengstaula sem er með kjaftin á réttum stað.
Með því að halda utan um ákveðna verðskrá á vinnu sem er innt er af hendi frá félagsmanni (sem myndi væntanlega verða búin til við stofnun félag vefhönnuða og annara) þá væri hægt að tryggja að undirboð væru í lágmarki á markaðnum, að fyrirtæki sem versla svipaða vefsíðu séu ekki óeðlilega langt frá verðhugmyndum félagsins.
Ég veit að mótun á slíkri verðskrá er langt frá´því að vera auðvelt viðfangs en er þó nauðsyn
Og ýmislegt annað væri hægt skrifa um afhverju nauðsynlegt sé að stofna slíkt félag, en látum það bíða betri hluta.
Kv. Torias