Ég skrifaði smá pistil á bloggið mitt í gær um vefstaðla þar sem ég reyni að eftir bestu getu að útskýra hvað þetta hugtak merkir fyrir mér. Því miður er alltof mikið af upplýsingum um vefhönnun og forritun þarna úti og sumt hvert ekki mjög vandað.

Ég er mikill áhugamaður um vefsmíði og hef starfað við fagið í nokkur ár núna. Í byrjun vissi ég auðvitað ekkert hvað ég var að gera en með árunum hefur mér tekist að fá betri yfirsýn yfir málið. Það skortir ákveðin prófessjónalisma í greinina, hérna heima líka, og mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta því. Vefsmíði er ekkert öðruvísi en hver önnur grein eins og arkitektúr t.d. En ólíkt öðrum starfsgreinum eru lítið tækifæri til þessa að mennta sig sem kemur niður á gæðum vefsíðna almennt.

Vefstaðlar eru mikilvægur þáttur í því að færa vefhönnun upp á nýtt plan að mínu mati og það væri óskendi að sem flestir myndu kynna sér efnið vel því það er marg sem þarf að hafa í huga annað en að henda út töflum fyrir DIV svæði eða að gera “valid” síður sem innihalda ekki kóða villur.

[url=
http://andrisig.wordpress.com/2005/12/09/hva%c3%b0-eru-vefsta%c3%b0lar/]Hvað eru vefstaðlar?