Hvert Top Level Domain (TLD) hefur einn meginskráningaraðila (e. registrar), en skráning léna á Íslandi er í höndum isnic, sem er að mestu leyti í eigu Íslandssíma ef ég man rétt. Nýskráning léns kostar 12450 krónur (fyrsta árið innifalið), og árgjald er svo 7918 krónur. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu isnic. Vissulega er þetta tiltölulega dýrt miðað við sum TLD, en þó ekki ósvipað og í “nágrannalöndum okkar” sem svo vinsælt er að vísa í þegar okkur finnst eitthvað dýrt. :)
Hýsing léna er svo allt annað mál. Hýsingu bjóða t.d. Síminn Internet, Ísgátt, Islandia, Vortex, Tristan, Gjorby og fleiri. Verðin eru svo furðulág fjá mörgum þessara aðila miðað við hve góð þjónusta er oft í boði. Mánaðargjöld eru iðulega frá 1500-5000 krónur, og hækka með aukinni þjónustu á borð við stuðning fyrir ASP, PHP og JSP, aðgang að gagnagrunnum á borð við MySQL, aukið diskpláss, aðgang að Real Media þjóni o.s.frv. Hvert netfang kostar líka sitt. Vert er að benda á að mörg þessara fyrirtækja (Ísgátt t.d.) sjá um öll samskipti við isnic fyrir viðskiptavini sína, svo aðeins þarf að tala við einn aðila.