Ég veit ekki hvað ykkur fynnst, en þegar ég er að browsa hef ég augað opið fyrir nýjum .is slóðum, því sem hönnuður langar mig að sjá hver er að meika skítinn hvenær og hvernig.
En oft, þá fæ ég eitthvað á skjáinn hjá mér, sem segir á einhvern fágaðann hátt; “við erum í basli með síðuna, hún verður tilbúin seinna” og oft fylgir dagsetning sem síðan oft klikkar.
Samt, sum fyrirtæki gera þetta betur en önnur, ég man þegar olís.is opnaði, þá opnaði hún kl 18:00 og maður gat líka skráð sig og fengið senda línu þegar vefurinn opnaði, margir aðrir hafa gert eitthvað svipað.
… en skjár einn, og svona einhverjir pésar (skjár 1 sem sjónvarpsstöð er skíturinn, ég er bara að dissa þetta atriði) sem eru með index síðu sem segir að þeir séu að setja síðuna í sumarbúning, langt fram í desember, svo redirectaðist maður á vísi.is og svo loxins kom síða, felld inn í dummy strik.is look sem mér fannst einusinni flott en er núna sorp, fynnst mér, bara kominn með leið. Get nefnt mörg önnur svona dæmi, man þau bara ekki öll núna, þið vitið samt vel hvað ég meina flest held ég.
Það sem ég vildi segja með þessari grein er, netverjar eru kröfuharðir og ekki lofa upp í ermina á þér ef þú ætlar að opna vef, og alls ekki opna vef sem allt er “í vinnslu” á. Ég þoli það ekki.
Kannski eru einhverjir sem eru ekki jafn and-félagslegir og ég og láta bjóða sér þetta, hvur veit.
Hugrenning í boði jonfri_
meikaði þetta sens ?