Ég sé ekki Flash sem lausn í sjálfu sér. Sjálfur er ég ekkert rosalega hrifin af 100% flash vefum, hvað þá illa gerðum. (Strákar/stelpur sem fóru að fikta í flash og gátu búið til blikkandi síðu með bakgrunnshljóði og allt á fleygiferð).
Aftur á móti er Flash snilld að mörgu leiti. Það þarf bara að kunna nota það rétt. En sem ein steypt vefsíða, nei held ekki.
Ég væri hrifnari að sjá Flash notað sem hjálpartól. Afhverju DHTML menu-a? Er ekki hægt að búa til Flash Menu-a sem virka nákvæmlega eins? (Ég spyr því ég kann ekkert á flash).
Hvað er ókosturinn við það?
Ókosturinn við DHTML menu-a er að Explorer og Netscape hafa sitthvort tagið fyrir það: [div] og [layer]. Explorer er með sína eigin fídusa í CSS og inn í því er filter. Sem er dótið sem gerir bakgrunninn hálf transperant. Þannig að þú þarft að hafa detection javascript og síðan annað javascript til þess að skrifa mismunandi tög og CSS. Eða hafa tvær gerðir, eitt með div og annað með layer og síðan detection javascript keyrir upp hitt.
Málið er að flash getur tekið langan tíma að downloada. Þannig að ef þú ert með heilsteypta flash síðu færðu ekki upp neitt strax.
Aftur að flash: Markaðsrannsóknir sýna að ef notandinn fær ekkert upp á skjáinn sinn umleið og hann ýtir á enter eru meiri lýkur að hann fari. Þeim finnst alltílagi að bíða svo lengi sem þeir fá eitthvað á skjáinn sinn. Málið er að gefa þeim eitthvað.
Ef aftur á móti maður notar flash í smá fídusa og leyfir gagnvirknini að vera ASP/PHP, þá held ég að þú sért á réttri leið. Textinn er langfljótastur að koma. Næst myndir og svo Flash/aðrirfídusar.
Þetta er spurning um að gera réttu blönduna. Alveg eins og eg er ekkert rosalega hrifinn af heilsteyptum flash vefjum er ég heldur ekki hrifin af heilsteyptum texta vefum og heldur ekki heilsteyptum myndavefum. Sáuð þið ys.is um jólin. EIN STÓR mynd á forsíðunni sem tók upp allan skjáinn sem var Image Map. Hvernig datt þeim þetta í hug??
En ég held að Flash hafi ekki tapað orrustunni. Reyndar kom það gífurlega sterkt inn þetta árið. Fleiri og fleiri fyrirtæki fengu sér flash vefi þetta árið heldur en í fyrra. Tókuði eða takiði eftir flash bylgjunni sem er um að vera núna.
Tókuðu þá líka eftir því að á IMARK hátíðinni þetta árið voru bara flash vefir tilnefndir í flokknum: “Vefur fyrirtækis”.
- fiton.is
- gh.is
- gottfolk.is
- textor.is
- titan.is
Tjekkitát
Og hér er linkur á skemmtilega grein í sambandi við það:
http://www.kveikir.is/pistlar/200102aaavefir.htmlÉg skora á ykkur að taka ykkur 5 minútna pásu og lesa þetta.
Sum fyrirtæki ná að blekkjast hrikalega eins og hekla.is, ég er ekki að fíla þann vef. Navigation-ið á forsíðunni er stórt og klunnalegt.
Gaurarnir sem gerðu heklu.is: streymi.is, ég er heldur ekkert að fíla það rosalega. En samt betra en hekla.is
CAOZ fékk tilnefningu á SIME hátíðinni. Ég var ekkert hrifin af þeim vef. Usability þar: úff. *hóst* ekki *hóst* gott *hóst*
Prófiði að lesa fréttirnar þar. Mér fannst það óþægilegt, fyrst er það fonturinn, síðan autascroll dæmi eitthvað etc, etc, etc. Æi ég veit það, það höfðaði allavega ekki til mín.
Og þar með eru mínar vangaveltur upptaldar ;)
kv.
ActivelySeekKnowledge