Mig langaði bara að hripa niður nokkur orð um eina bestu grein sem að ég hef nokkurntímann lesið um PHP og MYSQL.
Höfundurinn er Kevin Yank og tók hann 3 mán að fullgera alla þessa grein, eða ritgerð eins og mætti kalla þetta frekar. Í niðurlagi þessarar greinar segist hann hafa farið gagngert til Ástralíu til þess að vinna að henni og þakkar vinkonu sinni fyrir að leyfa honum að gista hjá sér og einnig systur hennar fyrir að hafa leyft honum að vinna á tölvunni hennar á meðan á dvöl stóð.
En allaveganna þá tekur hann allt fyrir, hvernig á að setja upp PHP og Mysql á windows eða Linux (bæða tekið fyrir), og MYSQL og svo fer hann í grunnatriði MYSQL hvernig á að gefa hverri hillu í töflu merkingu, hvernig á að setja í og taka úr MYSQL.
Í PHP fer hann í hvernig á að nota vefviðmót við að höndla gögn inn og úr gagnagrunni, notar þar á meðal INSERT, SELECT, UPDATE, DELETE o.fl.
Hann fer meirað segja í að útskýra hvernig þessi löngu url (index.php?nafn=21&nummer=345435&=dæmi séu eiginlega til, fer í hvernig þú getur forðast þau og einnig hvernig þú getur stytt þau, hann fer í hvernig á að búa til síðu sem að inniheldur marga flokka og hvernig á að búa til ADMIN viðmót á síðunni til að vinna með gögnin, hvernig á að búa til usera og fleir og fleira.
Svo fer hann betur í mysql, hvernig að að gera backup og hvernig á að aðgangstýra notendum með þvi að vista password og user nafn í grunni.
Hann fer síðan í lokin í “advanced PHP” og þá fer hann í hvernig á að brjóta um langan kóða og einfalda hann (t.d. með include=sida.inc) og hvernig á að uppfæra skrá á server með PHP og fleira og fleira.
Mæli með hvort sem að þeir séu algerir byrjendur eða lengra komnir að kíkja á þetta þó að þeir séu með þetta allt á hreinu því hann útfærir hlutina mjög skemmtilega og sýnir hvernig á að temja sér betri vinnubrögð við vinnslu vefjar.
P.S. Það er hægt að hoppa um greinina með því að fara í svona fellivalblað en það sýnir aðeins hvern flokk ekki síðu þannig að það geta verið allt að 10 síður sem að tilheyra undir hverjum “chapter” og er ekki hægt að sjá yfirlit yfir þær, maður verður alltaf að ýta á “next page”
Greinin er hægt að sjá <a href="http://www.webmasterbase.com/article.php?aid=228&pid=0“>hérna</a>.
Ég coperaði hana alla í word (ýtti á ”print article") og þá sýndi word mér að þetta væru alls 115 blaðsíður af A4 þannig að endilega takiði ykkur góðan tíma í þetta :)