Mér finnst t.d. skrítið hvað margir hafa náð góðum tökum á HTML á stuttum tíma, mér finnst samt meira skrítið hvað margir hafa ekki náð þessum tökum en setja það ekki fyrir sig og gera vefsíður eins og ekkert væri eðlilegra. Vegna þessa er netið orðið svo yfirfullt af illa skrifuðum vefsíðum að erfitt verður að sjá fyrir endanum á þessum ósköpum.
Er ekki komin tími til þess að aðskilja byrjendur frá lengra komnum?
Árið 1997 mælti W3C með notkun XHTML 1.0. Heilum fjórum árum síðar eru mjög fáar síður (sérstaklega hér á landi) sem nota þennan stuðul.
XHTML byggir á styrk HTML og krafti XML. Í framtíðinni verður hægt að skoða XHTML síður í þráðlausum tækjum, s.s. farsímum og lófatölvum.
XHTML er allt ekki ósvipað HTML 4.0, eini munurinn er í rauninni “professional” vinnubrögð. XHTML er hreinn kóði, það leyfir ekki vitleysur sem er góður hlutur því að XHTML kóði ER cross-platform/cross-browser compatible.
Það er greinilegt að XHTML er framtíðin, loksins er búið að slíta útlit frá efni á raunverulegan hátt. Það eru þrír staðlar á XHTML:
<ul><li>XHTML 1.0 Strict – Notist þegar maður vill virkilega clean kóða, lausan við allt útlit. Notist með CSS til þess að ná því útliti sem þér hentar.</li>
<li>XHTML 1.0 Transitional – Fyrir venjulegar síður, hugmyndin er sú að nota kosti XHTML s.s. CSS en samt geta gert smá breytingar á tögunum til þess að þóknast þeim sem eru með gamla vafra sem skilja ekki CSS.</li>
<li>XHTML 1.0 Frameset – Notist þegar maður er með síðurnar sínar í frames.</li></ul>
Ég skora á alla sem ætla sér að vera í þessum bransa í framtíðinni að kynni sér XHTML og fara loksins að skrifa kóða sem við getum öll verið stolt af!
<a href="http://www.w3.org/MarkUp/“>Almennar upplýsingar um XHTML</a>
<a href=”http://www.w3schools.com/xhtml/default.asp">Farið yfir XHTML í nokkrum stuttum og góðum dæmum</a
*————————-*