Sömu grein postaði ég inná Símadeild áhugamálið, en fannst hún ekki síður eiga heima hérna. Það er líka ekki eins og það séu að koma neitt alltof margar greinar hingað inn…

Svona í tilefni af því að hugi.is er að fara að setja upp sér vefsvæði fyrir hvert félag fyrir sig, finnst mér tilvalið að skoða síðurnar sem félöginn hafa verið að gera og bera þær saman. Þrátt fyrir að sum félögin séu komin með ágætis síður er þessum málum mjög ábótavant hjá öðrum. Við skulum rúlla yfir þetta í þeirri röð sem liðin enduðu í deildinni í fyrra: (ps. þetta er að sjálfsögðu mitt huglæga mat á þessu)

KR:
www.toto.is/felog/kr/fotbolti/adalsida.htm (Frontpage)
Styrkur KR er síðunnar er augljóslega sá að hún er vel uppfærð og hún inniheldur mikið af upplýsingum (tölfræði og fleira). Einnig fylgja myndir með einhverjum fréttum og er ekkert annað en gaman af því. Hinsvegar er hún slök útlitslega séð og ég taldi u.þ.b. 80 linka á forsíðunni (taldi ekki sama linkinn tvisvar, sjá hægri bar) sem er í raun of mikið. Síðan er þess vegna ekkert alltof aðgengileg, og ég, sem er með 1600x1200 upplausn þurfti að skrolla þrjár heilar skjálengdir til að sjá neðsta hluta síðunnar. KRingar mættu því nota breiddina betur.
einkunn:
innihald: 8
útlit: 6

Fylkir
www.fylkir.com
Fylkissíðan og Valssíðan eru einu tvær síðurnar sem unnar eru upp úr gagnagrunni. Á síðunni er fréttaflæði virkt og stundum fá myndir að fylgja með. Síðan er snyrtileg og aðgengileg og virðast flestar upplýsingar á henni vera virkar og vel uppfærðar.
innihald: 8
útlit: 9

Grindavík
notendur.centrum.is/~umfg/ (Frontpage)
www.umfg.is - það virkaði ekkert þar…
Lítið um þessa síðu að segja. Hérna eru myndir af leikmönnum 2000 og listi með meðlimum stjórnar. Síðan lítur út fyrir að vera vefsíðuverkefni unnið af 7 ára krökkum.
innihald: 1
útlit: 0

ÍBV
www.ibv.is/fotbolti/ (Frontpage)
Vel uppfærð síða, mikið af fréttum… reyndar svo mikið að þeir mættu skipta þeim betur upp. Síðan er líka myndskreytt, sem er mjög gott. Innihald á síðunni er fínt, saga félagsins, tölfræði og skipulagsskrá svo eitthvað sé nefnt. Útlitið sleppur svona þokkalega en síðan er ekkert sérstaklega aðgengileg. Þegar ég tók svo þá í skoðanakönnunni var ég spurður að eftirfarandi: “Rank People between 1 and 10. Do you think I'm cute?”

innihald: 8
útlit: 6

ÍA
www.ia.is
Þokkaleg uppfærð síða og nær einungis með fréttir - lítið annað (lög, vímuvarnarstefna, bla). Útlitið þokkalegt, ég er reyndar ekki mikið fyrir svartan í bakgrunn en svo veit maður aldrei. Hint: blátt á svart, það gengur ekki. Maður á ekki að þurfa að selecta linkana til að sjá þá!!! Linkarnir vinstra megin eru ágætir en koma soldið furðulega út með þennan bakgrunn.
innihald: 5
útlit: 7

ÍBK
www.keflavik.is/knattspyrna/index2.htm (Frontpage)
Snyrtilega síða en á við sama vandamál að stríða og KR síðan, bara í miklu meira magni. Aðalsíðan er skroll niður til helvítis og er reyndar frekar óaðlaðandi. Ég myndi mæla með því að láta fréttahlutann fylla út í skjáinn. Innihaldið er nokkuð illa uppfært. Fréttirnar eru svona þokkalega uppfærðar, það kemur ein og ein inn en annað á síðunni hefur af því er virðist verið að safna ryki síðan síðasta sumar.
innihald: 6
útlit: 6

Breiðablik
www.breidablik.is/fotbolti/
Blikasíðan er ein af fáum félagasíðum sem virðist vera hönnuð af fagmanni. Hún er snyrtileg og aðgengilega og fréttirnar eru myndskreyttar og svona gaman. Fréttasíðan er hinsvegar heldur slöpp. Þrátt fyrir að uppfæra fréttirnar nokkuð vel eru 26 heilar fréttir á síðunni og eru blikarnir þarna að falla í sömu gryfju og KR-ingarnir og Keflvíkingarnir (þetta er þó sínu skást hjá KR). Ég er að fíla videó síðuna hjá þeim mjög vel, þeir eru eina félagið með svoleiðis, gott framtak! Hinsvegar einskorðast síðan við meistaraflokk og á síðunni eru tveir “kemur síðar” linkar sem fara í taugarnar á mér. Linkar á leikmennina eru dauðir.
innihald: 8
útlit: 8

Fram
www.fram.is (Frontpage)
Ég hef ákveðið að krýna Framara Íslandsmeistara fyrir tímabilið. Heimasíðan þeirra er hátindur á lélegri íslenskri vefsíðugerð og hljóta þeir íslandsmeistaratitilinn fyrir það. Maður kemst í svona 80's fíling á síðunni þeirra. Þegar maður smellir á knattspyrnusíðuna af aðalsíðunni koma svona fljúgandi stafir. Guð minn almáttugur. Sumir effectar eru svona flottir þegar maður sér þá fyrst… Þessi náði því ekki einusinni. Gamla framsíðan(yngri flokkar) er ljótasta linkahrúga sem ég hef rekist á lengi, minnir mig soldið á völundarhús. Síða meistaraflokks er þó skömminni skárri en það sem háir henni er þessa rammamanía sem hönnuðurinn virðist haldinn. ÞETTA ER EKKI TÖFF OG ÞETTA VAR ALDREI TÖFF. Annars virðast fréttirnar vera þokkalega uppfærðar. 50% af linkunum á síðunni eru “í vinnslu”(þá eiga þeir ekkert að vera þarna!!!. Engar myndir eru með fréttunum (gefum þeim þó séns með það). Þessi síða er sem betur fer ekki fullmótuð ennþá, þannig að hönnuðurinn hefur ennþá tækifæri til að bæta um betur.
innihald(gamla síðan með): 7
útlit: 3

FH
www.fhingar.is
FHingar eru (veit ég) með síðu í smíðum og á hún að vera komin upp 27. maí. Það eru þeir <a href="http://www.nulleinn.is“ target=”blank">núlleinn</a> félagar sem sjá um þá síðu og býst ég við því að hún verði mjög góð hjá þeim.

Valur
www.valur.is
Valssíðan er snyrtilega og á það sameiginlegt með Blikasíðunni og Fylkissíðunni að líta út fyrir að vera gerð af fagmanni. Þessi síða og Fylkissíðan eru þær einu (held ég) sem eru unnar upp úr gagnagrunni og er það að sjálfsögðu af hinu góða. Síðan er vel uppfærð en lítið er um myndir á henni. Valsarar hafa greinilega gaman af tölfræði og kemur það greinilega í ljós á síðunni. Einnig er vefur mfl kvenna góður og á hann líka hrós skilið. Samt spurning hvort það hefði mátt setja þann vef með hinum.
innihald: 8
útlit: 9

Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að vefirnir séu misgóðir eru þó allir með vef (og FHingar á leiðinni) og þar af eru virkar fréttir á flestum þeirra. Flestir geta að sjálfsögðu bætt sig en með sumrinu fáum við væntanlega endanlegri mynd á þetta. Einnig varð ég pínu þreyttur á þessu boardhoast.com spjalli sem var á öllum síðunum (nema Fylkissíðunni).

En hvað finnst ykkur?????????